Inga Halldóra Kristín Maríusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. ágúst 2019 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. ágúst 2019 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Inga Halldóra Kristín Maríusdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Inga Halldóra Kristín Maríusdóttir húsfreyja á Blómsturvöllum, Faxastíg 27, verslunarmaður, innheimtustjóri fæddist 22. október 1931 á Höfða í Grunnavíkurhreppi, N-Ís. og lést 8. júní 1997.
Foreldrar hennar voru Maríus Jónsson vélstjóri frá Eskifirði, f. 25. nóvember 1908, d. 20. október 1994, og María Kristín Pálsdóttir húsfreyja frá Höfða í Grunnavíkurhreppi, N-Ís., f. 24. september 1906, d. 9. febrúar 1993.

Inga var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík og vann síðan í Bókaverslun Ísafoldar.
Þau Hörður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja, eignuðust þar tvö barna sinna, bjuggu á Blómsturvöllum, Faxastíg 27.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1965, bjuggu á Holtsgötu 21 og síðan í Hjarðarhaga. Þau skildu.
Inga vann lengi í snyrtivöruversluninni Sápuhúsinu.
Hún flutti eftir skilnað á Grensásveg 60 og um líkt leyti varð hún innheimtustjóri hjá Nóa-Síríusi og Hreini og vann þar til ársins 1987 og hætti þá störfum utan heimilis.
Þau Jón tóku saman 1971, bjuggu að Langagerði 12.
Inga lést 1997 og Jón 2018.

Inga var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Hörður Sigmundsson frá Hólmgarði, sjómaður, matsveinn, f. 8. desember 1928 í Vinaminni, d. 19. nóvember 1974.
Börn þeirra:
1. María Harðardóttir hárgreiðslu- og sýningarstúlka, f. 27. febrúar 1952 á Blómsturvöllum, Faxastíg 27. Maður hennar, skildu, var Sverrir Agnarsson.
2. Hrefna Harðardóttir leirlistarkona, framkvæmdastjóri, f. 5. október 1954 á Blómsturvöllum, Faxastíg 27. Fyrri maður hennar Ólafur Haukur Ólafsson. Síðari maður Hrefnu er Björn Steinar Sólbergsson.
3. Snorri Harðarson rafvirki, f. 28. maí 1963 í Reykjavík. Fyrri kona hans, skildu, var Lísa Björk Ingólfsdóttir. Síðari kona Guðný Lilja Björnsdóttir.

II. Síðari maður Ingu var Jón Alfreðsson bifreiðastjóri, f. 4. febrúar 1938, d. 13. júlí 2018. Foreldrar hans voru Alfreð Jústsson sjómaður í Reykjavík, f. 17. nóvember 1912, d. 8. febrúar 1985, og Hulda Helgadóttir húsfreyja, f. 7. september 1915, d. 28. september 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.