Sigurlín Bjarnadóttir yngri (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. apríl 2019 kl. 19:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. apríl 2019 kl. 19:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurlín Bjarnadóttir yngri (Sólheimum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Sigurlín Bjarnadóttir frá Hlíðarási, húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík fæddist 22. desember 1904 í Hlíðarási og lést 16. júlí 1991.
Foreldrar hennar voru Bjarni Benediktsson frá Tumastöðum í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður á Hrauni, síðar á Flateyri, f. 4. maí 1880, d. 11. júní 1954, og Vilhelmína Soffía Norðfjörð Sigurðardóttir, síðar húsfreyja á Siglufirði og Hjalteyri, í Hrísey, síðast á Akureyri, f. 10. október 1887 á Asknesi í Mjóafirði eystra, d. 10. febrúar 1982.

Guðbjörg Sigurlín var með móður sinni í vinnumennsku hennar í Hlíðarási 1906, hjá móðurmóður sinni á Sólheimum 1910, með henni í Haga 1913. Hún fluttist til móður sinnar á Siglufjörð 1914, var með henni, Jónatan manni hennar og börnum þeirra 1920, var húsfreyja á Akureyri 1930.
Hallur lést 1956 og Guðbjörg 1991.

I. Maður Guðbjargar Sigurlínar var Hallur Helgason frá Akureyri, vélstjóri, f. þar 1. ágúst 1900, d. 1. febrúar 1956. Foreldrar hans voru Helgi Benediktsson skipstjóri, f. 31. júlí 1851, d. 8. ágúst 1914, og kona hans Signý Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1874, d. 12. júlí 1928.
Börn þeirra:
1. Helgi Hallsson deildarstjóri í Reykjavík, f. 6. september 1926, d. 11. nóvember 2003. Kona hans Rósa Karlsdóttir.
2. Sigurður Vilhelm Hallsson efnaverkfræðingur, kennari, f. 18. desember 1930, d. 18. október 2007. Fyrri kona hans var Fabienne Christofidis. Síðari kona hans er Hrafnhildur Eyjólfsdóttir.
3. Signa Hallberg Hallsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1933. Maður hennar var Gunnlaugur Búi Sveinsson, látinn.
4. Anna María Hallsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1936, d. 20. febrúar 2019. Maður hennar er Baldur Ágústsson.
Fósturdóttir þeirra:
5. Olga Lindroth húsfreyja, f. 24. júní 1920, d. 1997. Maður hennar var Harry Andersen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.