Unnur Haraldsdóttir (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. nóvember 2018 kl. 19:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. nóvember 2018 kl. 19:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Haraldsdóttir.
Ásta, Unnur, Sigurbjörg og Hannes Haraldsbörn.

Unnur Haraldsdóttir frá Fagurlyst, húsfreyja fæddist 27. október 1933 á Ekru og lést 23. júlí 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Haraldur Hannesson skipstjóri, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000, og kona hans Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1911 á Ekru, d. 11. ágúst 1995.

Börn Elínborgar og Haraldar:
1. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1933 á Ekru, d. 23. júlí 2018.
2. Ásta Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1934 í Garðinum.
3. Hannes Haraldsson skipstjóri, f. 4. október 1938 í Garðinum.
4. Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 2. október 1939 í Garðinum, d. 11. júlí 1942.
5. Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1945 í Fagurlyst.

Unnur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við netagerð og við verslun, uns hún giftist Magnúsi 1953. Þau eignuðust fjögur börn, bjuggu í Blikahöfða í Reykjavík, um skeið að Landagötu 16, en síðar að Arnartanga 83 í Mosfellsbæ.
Magnús Byron lést 2001. Unnur bjó að síðustu í íbúðum Eirar að Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ.

I. Maður Unnar var Magnús Byron Jónsson rafvirkja- og trésmíðameistari, starfsmaður Fasteignamats Ríkisins, f. 12. október 1932, d. 27. desember 2001. Foreldrar hans voru Jón Gissurarson gæslumaður í Reykjavík, f. 18. apríl 1901, d. 14. ágúst 1981 og barnsmóðir hans Borghildur Magnúsdóttir, f. 4. ágúst 1893, d. 29. apríl 1959.
Börn þeirra:
1. Haraldur Magnússon matreiðslumeistari, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 17. febrúar 1953 í Fagurlyst, d. 24. október 2015. Kona hans var Sigurbjörg Björnsdóttir.
2. Ásthildur Magnúsdóttir sjúkraliði í Noregi, f. 26. febrúar 1958 í Reykjavík. Maður hennar er Arne Holthe.
3. Sigurbjörg Magnea Magnúsdóttir sjúkraliði í Noregi, f. 5. júlí 1966 í Reykjavík. Maður hennar er Gunnar Hreinsson.
4. Helena Byron Magnúsdóttir nuddari, sjúkraliði, þroskaþjálfi, f. 22. júní 1976. Unnusti hennar er Ólafur Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.