Jóhanna Sveinsdóttir (Hæli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. nóvember 2018 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. nóvember 2018 kl. 18:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sveinsdóttir frá Miðkoti í Fljótshlíð, húsfreyja á Hæli fæddist 23. maí 1896 á Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum og lést 22. október 1949.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson bóndi á Skíðbakka og Miðkoti, f. 29. ágúst 1850 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, d. 4. júní 1922 í Miðkoti þar, og kona hans Margrét Guðnadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1869 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, d. 28. desember 1956.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, á Skíðbakka 1901, fluttist með þeim að Miðkoti 1903, var þar með þeim 1920.
Hún fluttist til Eyja 1930, var vinnukona í Laufási á því ári.
Hún var ráðskona hjá Hannesi og giftist honum 1935. Þau eignuðust eitt barn, bjuggu á Hæli.
Jóhanna lést 1949.

I. Maður Jóhönnu, (15. desember 1936), var Hannes Hreinsson verkstjóri, fiskimatsmaður, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 28. maí 1983.
Barn þeirra:
1. Hrönn Vilborg Hannesdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1939.
Börn Hannesar og fyrri konu hans Vilborgar Guðlaugsdóttur og stjúpbörn Jóhönnu:
2. Magnea G. Hannesdóttir Waage húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. desember 1922 í Breiðholti, d. 4. júlí 2017.
3. Jóna Bergþóra Hannesdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1925 á Hæli, d. 10. febrúar 2010.
4. Ásta Sigríður Hannesdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 10. mars 1929 á Hæli.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.