Þorsteinn Sívertsen (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2018 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2018 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorsteinn Sívertsen (Löndum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Sívertsen skrifstofumaður, kaupmaður í Hafnarfirði fæddist 5. september 1942 á Löndum.
Foreldrar hans voru Michael Celius Sivertsen af norskum ættum, vélstjóri, f. 29. september 1897 í Noregi, d. 21. maí 1966 í Reykjavík, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen húsfreyja, f. 4. febrúar 1920 á Þingvöllum, d. 3. mars 2008 í Reykjavík.

Börn Guðrúnar og Michaels:
1. Þorsteinn Sívertsen skrifstofumaður, kaupmaður, f. 5. september 1942 á Löndum.
2. Bjarni Kristinn Sívertsen tæknifræðingur, kennari, f. 16. nóvember 1946. Barnsmóðir hans er Þuríður Backman. Kona Bjarna, (skildu), var María Hauksdótttir.
3. Ingibjörg Sívertsen húsfreyja, skrifstofukona, f. 20. maí 1950. Maður hennar er Guðmundur Þórhallsson.
Börn Michaels Celiusar í Noregi:
4. Dagfinn Sivertsen og
5. Kjell Sivertsen.

Þorsteinn var með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1944.
Hann fluttist til Hafnarfjarðar, stundaði skrifstofustörf og rak söluskála.

I. Kona Þorsteins, (skildu), var Sigrún Sonja Magnúsdóttir, f. 10. janúar 1952.
Börn þeirra:
1. Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 3. október 1975.
2. Helgi Rúnar Þorsteinsson, f. 30. desember 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. mars 2008. Minning Guðrúnar Sívertsen.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.