Guðjón Ármann Eyjólfsson
Guðjón Ármann Eyjólfsson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann var sonur Guðrúnar Brandsdóttur og Eyjólfs Gíslasonar að Bessastöðum í Vestmannaeyjum. Eyjólfur var um áraraðir einn fremsti formaður Eyjanna og aflamaður mikill og Guðrún var listfeng hannyrðakona.
Guðjón Ármann lauk barnaskólaprófi í Vestmannaeyjum og lauk prófi úr Gagnfræðaskólanum árið 1951 með góða einkunn. Hann hóf þá nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1955.