Sigríður Sæunn Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. nóvember 2019 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. nóvember 2019 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sæunn Sigurðardóttir frá Ísafirði, húsfreyja, leikskólastarfsmaður fæddist 20. febrúar 1933 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Sigurður Kristinn Ólafsson sjómaður, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1881, d. 15. maí 1958, og kona hans Elísabet Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 25. september 1889, d. 7. nóvember 1971.

Sigríður Sæunn fluttist til Reykjavíkur og þaðan í vist í Keflavík. Hún fluttist 16 ára til Eyja frá Keflavík með Eiríki.
Þau Eiríkur bjuggu fyrst í Hruna, en síðan hjá Sigríði systur Eiríks á Faxastíg 5. Þar bjuggu þau 1949. Þau giftu sig 1952, eignuðust fimm börn, fluttust að Jómsborg, bjuggu þar í nokkur ár. Þau keyptu Sjávargötu 1957, misstu það í gjaldþroti 1966, fluttust þá í Sandgerði og síðan að Mosfelli og þar bjó fjölskyldan til Goss.
Eftir gosið bjuggu þau á Hólagötu 28 í 4-5 ár. Þá byggðu þau húsið að Túngötu 28 og bjuggu þar uns þau fluttust á Selfoss 1999.
Sigríður Sæunn vann við leikskólann Sóla frá 1985-1999.
Eiríkur lést 2007 eftir bifreiðaslys.
Sigríður bjó í eitt ár á Selfossi, en fluttist þá í Mosfellsbæ og býr þar.

I. Maður Sigríðar Sæunnar, (13. apríl 1952), var Eiríkur Sigurðsson frá Hruna, f. 31. janúar 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
Börn þeirra:
1. Gísli Sigurður Eiríksson vélstjóri, kennari við Framhaldsskólann í Eyjum, f. 13. apríl 1951. Kona hans er Sigþóra Jónatansdóttir.
2. Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja, félagsliði við heimahjúkrun í Kópavogi, f. 4. desember 1952. Maður hennar er Sigurður Örn Karlsson.
3. Elísabet Guðfinna Eiríksdóttir húsfreyja, dagmóðir í Mosfellsbæ, f. 8. febrúar 1955. Maður hennar er Björn Heimir Sigurbjörnsson.
4. Sólveig Bryndís Eiríksdóttir húsfreyja, starfskona á sambýli fatlaðra, f. 16. júlí 1959.
5. Þröstur Gunnar Eiríksson sjómaður, iðnverkamaður á Selfossi, f. 4. ágúst 1966. Fyrri kona hans var Svanhildur Svansdóttir. Síðari kona hans er Svetlans Balinskaya.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.