Guðmundur Lárusson (Akri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. desember 2017 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. desember 2017 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Lárusson.

Guðmundur Lárusson rafvirkjameistari frá Akri fæddist þar 9. maí 1939.
Foreldrar hans voru Lárus Guðmundsson rafvirkjameistari, forstöðumaður, f. 13. nóvember 1907 í Byggðarholti, d. 18. febrúar 1985, og kona hans Gréta Vilborg Illugadóttir húsfreyja, f. 13. maí 1912 í Landlyst, d. 1. mars 1999.

Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann, tók sveinspróf 1959 og fékk meistararéttindi 1963.
Guðmundur var leiðbeinandi í unglingastarfi við Tómstundaheimilið í Eyjum, var rafvirki hjá Haraldi Eiríkssyni h.f. í Eyjum til 1962, vann hjá Rafröst s.f. í Reykjavík til 1965, var verkstjóri í Raftækjaverksmiðju Ólafs Tryggvasonar til áramóta 1980-1981, en vinnur nú hjá Orkuveitunni.


ctr
Guðmundur Lárusson og fjölskylda.
Efri röð: Jóhann Ragnar, Guðmundur, Lárus Steinþór.
Neðri röð: Aðalheiður Auðunsdóttir, Gréta Vilborg.


Kona Guðmundar, (10. júlí 1965), er Aðalheiður Auðunsdóttir húsfreyja, kennari, námsstjóri, f. 6. nóvember 1941 í Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Auðunn Jóhannesson bifreiðastjóri, húsgagnasmiður í Kópavogi, f. 16. desember 1908 í Skálmardal í Múlahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu og Gróa Jóhanna Salvarsdóttir húsfreyja, vitavörður, ritari, f. 7. júní 1922 á Bjarnarstöðum í Reykjafjarðarhreppi.
Börn þeirra:
1. Gréta Vilborg Guðmundsdóttir hönnuður, f. 25. október 1965. Maður hennar var Úlfar Snær Arnarson kennari.
2. Lárus Steinþór Guðmundsson lyfjafræðingur, f. 19. september 1967. Kona hans var Kristín Ólafsdóttir.
3. Jóhann Ragnar Guðmundsson læknir, f. 7. desember 1968, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.