Halldór Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2006 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2006 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (viðbót)
Fara í flakk Fara í leit

Halldór Elías Halldórsson fæddist á Stokkseyri 23. júlí 1902 og lézt í Reykjavík 11. september 1975.
Foreldrar hans voru Halldór sjómaður á Sjónarhóli á Stokkseyri, f. 4. ágúst 1863 í Oddasókn í Rangárvallasýslu, d. 5. apríl 1942, Magnúsar Eiríkssonar vinnumanns á Helluvaði þar, síðar bónda á Stokkalæk þar, f. 1831, d. 1894 og konu Magnúsar Eiríkssonar, Guðrúnar vinnukonu, síðar konu hans og húsmóður á Stokkalæk, f. 1831, d. 1891. Móðir Halldórs Elíasar og kona Halldórs á Sjónarhóli var Jónína Sigríður húsfreyja, f. 17. júlí 1865 á Þverlæk í Árbæjarsókn í Rangárvallasýslu, d. 24. febrúar 1938, Sigurðar á Þverlæk Sigurðssonar og konu Sigurðar, Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Halldór Elías kom ungur til Eyja. Hann stundaði sjómennsku frá 16 ára aldri í 42 ár eða til ársins 1960. Halldór byrjaði formennsku á Gullfossi árið 1929. Hann keypti Þuríði Formann árið 1941 og var þar formaður.
Hann veiktist af berklum og varð að hætta sjómennsku. Hafði hann þá verið stýrimaður á Baldri VE 24 síðustu 10 árin. Hann réðst síðar innheimtumaður hjá bæjarfógeta. Þau hjón Sigríður og Halldór Elías fluttust til Reykjavíkur. Síðast bjuggu hjónin að Helgafellsbraut 23 í Eyjum.
Maki (1934): Sigríður Friðriksdóttir, f. 1908.
Barn (kjörbarn): Jón Berg Halldórsson, f. 1935.


Heimildir:

  • Sjómannablaðið Víkingur. 5 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Jón Berg Halldórsson.
  • Manntal 1910.
  • Rangvellingabók.
  • Guðni Jónsson: Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Reykjavík: Stokkseyringafélagið í Reykjavík, 1952. Bls.390.