Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970/ Minni sjómanna 1970

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. apríl 2017 kl. 13:58 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. apríl 2017 kl. 13:58 eftir Vpj1985 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Minni sjómanna 1970


Hafa menn í hundruð ára
höfin siglt í bjargarleit.
Oft til fjarra landa lágu
leiðin glæst með fyrirheit
um nægtabrunna gulls og gæfu,
glatt var þar í drengjasveit.

Á þræði lék oft líf á bárum,
löðurtrylltum, þungum sjó.
Skeiðin gegnum skaflinn renndi,
skutur gneypur löðrið smó,
drengir, þó að dimmdi í álinn,
duga vildu, það var nóg.

Gerðist margur horskur halur
höfuðprýði í þessum leik.
Hvort skútan væri skelin þunna,
skeinusár með borðin veik
eða stórskip, stafna milli
stáli girt, er ekki sveik,
aldrei spurðist hetjan hafi
hugsað um né verið smeyk.

Mörg hafa vötn til sjávar sigið
síðan lagt á hafið var
í fyrsta sinn við sjó að etja,
sviptast á við bylgjurnar.
Enn við sömu breka og boða
brotnar tigið íslenzkt far,
og orkumiklir Íslendingar
óbættir oft liggja þar.

Hafið ekki mæla málum
mátti neinn, ef út af bar.
Hröktu sjóir, hrikti í byrðing.
hnútum skutu öldurnar.
Við landið oft er lífsvon döpur,
lítil geta björgunar.


bjlbbljbljbljblj



Þetta ei neinum ykkar aftrar
áfram leggja í hætturnar.
En ef þið ekki ættuð viljann
inni syltu landsbúar,
sem kunna betur kyntum húsum
en kröppum dans við hætturnar.

Ykkar skartar höndin heila
og hjartað innst við ræturnar,
er djarft þið berjizt brims við rostann
blóðið rennur skyldunnar.
Er með sigri heim svo haldið
og heilir sjáizt koma þar,
feginshugar fólk og tunga
fagnar drengjum allshugar,
en alla þá, sem týna tölu
tregar þjóð full lotningar,
skyggn á ykkar skyldudáðir,
er skrumlaust birtast alls staðar.
Hver þrekraun ykkar meitli mótar
manndóm, sál og hugarfar.

Þorsteinn L. Jónsson.