Húsavík

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. nóvember 2023 kl. 08:56 eftir Gudmundurj85 (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. nóvember 2023 kl. 08:56 eftir Gudmundurj85 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Urðavegur 28a Húsavík vestari þar bjuggu á árunum 1960 til 1966 hjónin Sigríður Angantýssdóttir og Jón Kjartansson en þessi mynd er tekin af þremur elstu börnum þeirra í garðinum í Húsavík. Einar Gylfi, Helga og Kjartan. Í baksýn er Gjábakkatúnið og hús við Bakkastíginn.
Þessi mynd er tekin frá Hjálmholti til vesturs yfir kartöflugarðinn. Á hægri hönd sést í Húsavík sem stóð við Urðaveg 28a. Þar næst sést vel í Stóru Fagurlyst, þá næst í Steina. Fyrir miðri mynd sést kofinn á Pétó.

Húsið Húsavík stóð við Urðaveg 28a. Það var Auðunn Jónsson og Guðrún Gísladóttir sem reistu húsið árið 1918. Húsavík var tvíbýlishús.

Í eystri hlutanum bjó, þegar gaus, Jón, sonur Auðuns og Sigríður Jónsdóttir kona hans. Jón var ævinlega kenndur við húsið, sem og synir hans; Sigurður Jónsson fyrrum vallarstjóri og verkstjóri, hefur t.d. ávallt verið nefndur Siggi í Húsavík.

Í vestari hlutanum bjó lengi Kjartan Ólafsson, fiskmatsmaður, faðir Jóns fyrrum verkalýðsleiðtoga. Í þeim hluta hússins bjuggu, þegar gaus, Ársæll Árnason smiður, ásamt konu sinni, Ingunni Sigurbjörnsdóttur og dætur þeirra Laufey og Ingunn.

Aðrir íbúðar Guðmundur Valdimarsson og Margrét Ólafsdóttir ásamt dætrum sínum.

Myndir


Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.
  • Húsin undir hrauninu, haust 2012.