Einar Páll Kristmundsson
Einar Páll Kristmundsson á Borgarhól, kennari, málari í Reykjavík fæddist 21. júlí 1921 í Vík í Mýrdal og lést 27. nóvember 1998.
Foreldrar hans voru var Kristmundur Jónsson kennari, f. 2. júlí 1873, d. 20. febrúar 1929, og kona hans Jónína Margrét Einarsdóttir húsfreyja, ljósmóðir og kjólameistari, f. 26. nóvember 1887, d. 28. nóvember 1959.
Einar Páll var með móður sinni í Vík í Mýrdal og á Borgarhól í æsku. Hann missti föður sinn 7 ára gamall, var í Landakoti á Vatnsleysuströnd 1930.
Einar Páll var hjá móður sinni í Holtum, var í unglingaskóla í Þykkvabæ í Djúpárhreppi í Holtum 1935-1937.
Hann tók kennarapróf 1950, tók sveinspróf í málaraiðn 1952.
Einar Páll var kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík og stundaði jafnframt málaraiðn sína.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.