Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1956/ Sjómannadagurinn og tilgangur hans

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júlí 2016 kl. 16:00 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júlí 2016 kl. 16:00 eftir Halla1 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjómannadagurínn og tílgangur hans

Að sjómannadeginum hér í Vestmannaeyjum slanda, eins og flestum er kunnugt, sjómannafélögin hér í bæ. Þau skipa hvert um sig fimm menn í sjómannadagsráð og skal það svo sjá um allan undirbúning sjómannadagsins og framkvæmd hans. Sjómannadagsráð kýs sér stjórn og skiptir með sér hinum ýmsu störfum, sem að sjómannadeginum lúta.
Sjómannadagurinn á nú orðið allmiklar eignir svo sem: kappróðrarbáta, bátaskýli, flaggstengur og fána o. m. fl., sem sjómannadeginum er samfara.
Allverulegar tekjur hafa verið af deginum ár hvert og hefur þeirri spurningu oft verið varpað fram meðal almennings, hverjar tekjur dagsins væru hverju sinni og hvernig þeim værið varið.
Eins og menn munu sjá af reikningsyfirliti sjómannadagsins 1955, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu, tekur dagurinn sjálfur í sínar eigin þarfir allverulegan hluta af tekjum sínum. Efnahagsreikningur sýnir að mikið fé hefur þurft á undanförnum árum til þess að afla þeirra áhalda, sem dagurinn þarfnast og koma yfir þau húsi.
Um hitt, hvernig verja skyldi fé því.


ctr
Aldraðir sjómenn heiðraðir.


ctr
Skrúðganga sjómanna að hefjast