Kristín Markúsdóttir (Sæbóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2016 kl. 18:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2016 kl. 18:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristín Markúsdóttir (Sæbóli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sesselja Kristín Markúsdóttir húsfreyja frá Sæbóli í Aðalvík fæddist 10. desember 1912 og lést 31. mars 1997.
Foreldrar hennar voru Markús Kristján Finnbogason á útvegsbóndi á Sæbóli í Aðalvík, síðar í Hnífsdal, f. 3. mars 1885, d. 11. mars 1972, og kona hans Herborg Árnadóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1885, d. 15. janúar 1934.

Bróðir Kristínar var Jón Tómas Markússon vélstjóri í Eyjum, síðar í Hafnarfirði, f. 20. nóvember 1915 á Sæbóli, d. 13. júní 1989.

Kristín fluttist til Eyja 1937 með Svend Ove og barni þeirra Erlingi. Þau bjuggu fyrst á Vesturhúsum, í Götu 1940.
Þau byggðu Hásteinsveg 39 1944 og bjuggu þar.
Hjónin fluttust til Reykjavíkur 1945 og skildu.
Kristín giftist Haraldi 1948. Þau bjuggu í Hafnarfirði.
Hún lést 1997.

Kristín var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Svend Ove Andersen körfu- og skipasmiður frá Friðrikssundi í Danmörku, f. 14. júní 1902, d. 13. mars 1986 í Reykjavík.
Barn þeirra er
4. Erling Markús Andersen sjómaður, bifreiðastjóri, sölumaður, nú módelsmiður, f. 11. ágúst 1936. Kona hans er Erla Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1938.

II. Síðari maður Kristínar, (17. júní 1948), var Haraldur Gíslason skipstjóri í Hafnarfirði, f. 27. febrúar 1923, d. 29. mars 2002.
Börn þeirra:
2. Gísli Gunnlaugur Haraldsson kaupfélagsstjóri, f. 27. janúar 1948, d. 14. desember 2006.
3. Herborg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1953.
4. Haraldur Árni Haraldsson tæknifræðingur, f. 18. júlí 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Erling Andersen.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.