Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1951/M.b. Sigurfari kominn úr síðustu sjóferðinni

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. desember 2017 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. desember 2017 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
M. b. Sigurfari
kominn úr síðustu sjóferðinni


M.b. Sigurfari.

Hinn 13. apríl geysaði hér fárviðri. Margir bátar náðu ekki í höfn um kvöldið en lágu undir eða héldu sjó. Mikill leki kom að m.b. Sigurfara, en þó tókst að komast upp undir Eiðið. Var fyrst hugsað til að hleypa bátnum upp á Eiðið, en frá því var ráðið úr landi og hleypti þá m.b. Ver upp að síðu Sigurfara og tók úr honum mennina, en þá var vélin að stöðvast af sjó. Myndin sýnir, hvar Sigurfarann rak svo upp rétt á eftir. Sú landtaka hefði orðið slæm með menn innanborðs. Báturinn brotnaði í spón.