Árni Gíslason (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Árni Gíslason (læknir)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Árni Gíslason læknir.

Árni Gíslason frá Gjábakka, læknir fæddist 19. ágúst 1887 á Gjábakka og lést 9. október 1917 í Bolungarvík.
Foreldrar hans voru Gísli Árnason gullsmiður, f. 25. september 1859, d. 12. janúar 1942, og barnsmóðir hans Sigríður Ingimundardóttir frá Gjábakka, f. 8. desember 1861, d. 19. apríl 1898.

Gísli faðir Árna var farinn til Vesturheims, áður en Árni fæddist. Hann var tökubarn hjá móðurforeldrum sínum á Gjábakka 1890 og 1895.
Móðir hans lést, er hann var á 11. árinu.
Hann og Katrín systir hans voru hjá Árna Gíslasyni föðurföður sínum á Skólavörðustíg 3 í Reykjavík 1901 og hann var þar 1910.
Árni varð stúdent 1908, lauk læknaprófi 1915. Hann starfaði á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1915-1916, var staðgengill héraðslæknisins í Hólmavíkurhéraði 1916-1917. Þá varð hann staðgengill Jóns Foss læknis í Bolungarvík, en lést skömmu eftir komuna þangað.
Árni var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.