Elín Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. febrúar 2016 kl. 14:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. febrúar 2016 kl. 14:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, vinnukona, fæddist 23. nóvember 1854, d. 22. ágúst 1926.
Foreldrar hennar voru Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja og þriðji eiginmaður hennar Jón Jónsson bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 1816, d. 26. febrúar 1869.

Elín var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum 1860 og enn 1868. Faðir hennar lést 1869 og í lok þess árs var hún niðursetningur í Draumbæ, niðursetningur í Landlyst 1870, léttakind þar 1871, vinnukona þar 1872-1875.
Hún fluttist frá Landlyst að Vatnsdal í Fljótshlíð 1876, en kom að Vilborgarstöðum 1880, var þar vinnukona til 1883, er hún fluttist til Reykjavíkur.
Hún var vinnukona á Vatnsnesi í Njarðvíkursókn 1890.
1901 var hún vinnukona hjá Ragnheiði og Hannesi Hafstein á Ísafirði, fluttist þaðan til Reykjavíkur 1904 og 1910 var hún gestkomandi hjá Jóni Árnasyni og Júlíönu Margréti Bjarnasen í Reykjavík. Hún var hjá Kristni frænda sínum á Löndum í Eyjum 1920. Hún lést 1926.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.