Margrét Jónína Markúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2021 kl. 11:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2021 kl. 11:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónína Markúsdóttir húsfreyja í Utah fæddist 21. nóvember 1879 og lést 6. febrúar 1925 Vestnahafs.
Foreldrar hennar voru Markús Vigfússon frá Hólshúsi, f. 25. desember 1851 í Danmörku, d. 8. desember 1921 í Utah, og kona hans Guðríður Woolf (Vigfússon) húsfreyja, f. 26. apríl 1858, d. í desember 1933 Vestanhafs.

Margrét Jónína var með móður sinni og fjölskyldu hennar í Litlabæ 1880.
Hún fluttist með foreldrum sínum, systkinum og Valgerði móðurmóður sinni, til Vesturheims 1886.

Maður hennar var Eggert Guðmundur Ólafsson frá Götu, bóndi og járnbrautarstarfsmaður í Utah, f. 1. nóvember 1855, d. 2. desember 1918 í Spanish Fork. Margrét var síðari kona hans.
Þau báru ættarnafnið Olson.
Börn þeirra voru:
1. Pauline Margret, f.3. desember 1896 í Spanish Fork, d. 13. júní 1919. Maður hennar Louis H. Paasch.
2. Edna Rebekka, f. 11. apríl 1899 í Spanish Fork, d. 4. maí 1968. Maður hennar Benjamin Welker Lawyer.
3. David Reed, f. 26. nóvember 1901, d. 6. september 1902.
4. Anna June, f. 10. júní 1903 í Spanish Fork, d. 6. júní 1983. Fyrrum maður hennar John George Sehy. Maður hennar John Alexander Doyle.
5. Sarah Jennie, f. 26. október 1906 í Spanish Fork, d. 12. ágúst 1983. Maður hennar Ernest Anderson.
6. William Andrew, f. 26. nóvember 1909, d. 25. júní 1990. Kona hans Thelma Ward.
7. Oliver Edward, f. 8. maí 1911, d. 27. mars 1987. Kona hans Rosa Belle Rigdon Tolson.
8. Sophia Elizabeth (Beth), f. 19. september 1912 í Spanish Fork, d. 17. febrúar 1989. Maður hennar Charles Baker.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Magnús Haraldsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement, vefrit.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.