Guðný Jónsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Jónsdóttir húsfreyja í Utah fæddist 16. júlí 1858 á Bakka í A-Landeyjum og lést 20. desember 1891 í Utah.
Foreldrar hennar voru Jón Oddsson tómthúsmaður í Jónshúsi, síðar bóndi á Bakka, f. 23. febrúar 1817, d. 2. desember 1894, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907.

Bróðir Guðnýjar var Árni Jónsson vinnumaður í Godthaab, f. 22. júlí 1841.

Guðný var 3 ára tökubarn í Seli í A-Landeyjum 1860, 12 ára tökubarn þar 1870. Hún var með fjöðskyldu sinni á Bakka 1880.
Hún fluttist vinnukona að Mandal 1886 og hélt til Vesturheims þaðan 1891.

Maður hennar, (gift í Utah um 1889), var Sigurður Þorleifsson húsasmíðameistari frá Hólshúsi, f. 20. september 1859, d. 8. mars 1922. Hún var fyrri kona hans. Síðari kona Sigurðar var Hjálmfríður Hjálmarsdóttir húsfreyja, frá Kastala, f. 18. október 1859, d. 6. mars 1922 í Utah.
Börn þeirra Guðnýjar og Sigurðar hér:
1. John Arthur Þorleifsson, tvíburi, f. 9. október 1890 í Spanish Fork, d. 7. desember 1891 þar.
2. Stúlka, tvíburi, f. 10. október 1890, d. sama dag.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • FamilySearch.org.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.