Beinafundurinn 1953
Þann 13. október 1953 fannst beinagrind þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni Tómasar Guðjónssonar, útgerðarmanns. Lá þessi húsgrunnur milli Formannabrautar og Sjómannasunds og var hann fyrir fiskhús. Hætt var strax við alla vinnu og haft var samband við þáverandi bæjarfógeta, Torfa Jóhannssyni. Hafði bæjarfógeti tafarlaust samband við Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörð, sem bað um að maður yrði fenginn til að taka upp beinin. Var Friðrik Jesson, þáverandi safnvörður Náttúrugripasafnsins, fenginn til þess.
Við athuganir Jóns Steffensens prófessors voru beinin úr 15-18 ára pilti. Engin ummerki um kistuleifar þarna. Leitað var í 6-8 metra fjarlægð norðan beinfundarstaðarins, var grafið í 3 metra dýpi um 8 metra langur skurður, en ekkert kom úr þeirri leit.
Beinin voru send í aldursgreiningu í Tækniháskóla Noregs í Þrándheimi árið 1986. Notast var við geislakolaaldursgreiningu (14C) og komist var að því að líklegt sé að beinin væru frá 14-15. öld.
Heimildir
- Margrét Hermanns-Auðardóttir. 1992. Hagsmunaátök í Eyjum á ofanverðum miðöldum. Eyjaskinna - 5. rit (bls. 44-60). - Vestmannaeyjar: Prentsmiðjan Eyrún.
- 40. árg. 1953. 14. október. Beinagrind finnst, er grafið er fyrir húsi í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. bls. 16