Heiðursskjöl og verðlaunabikarar sjómannadagsins 1967. Heiðursskjölin eru handmáluð og teiknuð af Guðjóni Ólafssyni frá Gíslholti.
Eftirtaldir aðilar fá heiðursskjöl sjómannadagsins í Vestmannaeyjum 1968.
Nýr fáni Vélstjórafélags Vestmannaeyja og ein af styrkjum stoðum félagsins.Sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 1967 fyrir vel unnin störf, talið frá vinstri: Júlíus Snorrason frá Hlíðarenda, þekktur vélstjóri í Vestmannaeyjum; Guðmundur Helgason, Heiðardal, kunnur sjómaður og framámaður sjómannasamtakanna og formaður sjómannafélagsins Jötuns í mörg ár; Ólafur Vigfússon, Gíslholti, mikill sjósóknari og aflamaður í Eyjum, var lengst af formaður á m/b Skúla fógeta; yzt til hægri Páll Þorbjörnsson, fyrrum skipstjóri, sem hafði á hendi verðlaunaafhendingar sjómannadagsins.