Guðmundur Guðmundsson (París)
Guðmundur Guðmundsson hafnsögumaður í París fæddist 22. janúar 1842 í Holtssókn u. Eyjafjöllum og lést 24. ágúst 1919 í Mapleton, Utah.
Faðir hans var Guðmundur bóndi á Sauðsvelli í Holtssókn, f. 9. júní 1799, d. 12. október 1881, Guðmundsson bónda í Stóru-Mörk, f. um 1754, d. 23. júní 1805, Ísleikssonar bónda í Mörtungu á Síðu, lögréttumanns og klausturhaldara, f. 1690 í Hlíð u. Eyjafjöllum, á lífi 1762, Ólafssonar, og konu Ísleiks, Steinunnar húsfreyju, f. 1713, Þórarinsdóttur.
Móðir Guðmundar á Sauðsvelli og kona Guðmundar í Stór-Mörk var Þorbjörg húsfreyja, f. 1763 á Bjarnastöðum í Selvogi, d. 22. nóvember 1840, Þorláksdóttir bónda á Bjarnastöðum, f. 1728, d. 19. nóvember 1801, Hildibrandssonar, og konu Þorláks, Halldóru húsfreyju, f. 1741, d. 29. júlí 1817, Jónsdóttur.
Móðir Guðmundar hafnsögumanns var Sólrún húsfreyja, f. 25. febrúar 1816, d. 22. apríl 1851, Ketilsdóttir bónda á Sauðhúsvelli í Holtssókn, f. 1765, d. 27. desember 1856, Valdasonar bónda á Sauðsvelli þar, f. 1726, Ketilssonar, og konu Valda Ketilssonar, Katrínar húsfreyju, f. 1733, Þórðardóttur.
Móðir Sólrúnar húsfreyju og kona Ketils bónda á Sauðhúsvelli var Ingveldur húsfreyja, f. 1770, d. 7. nóvember 1843, Eyjólfsdóttir bónda í Vallatúni, f. 1742, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Neríðar húsfreyju, f. 1751, d. 7. september 1825, Högnadóttur.
Guðmundur var bróðir Guðrúnar Guðmundsdóttur, húsfreyju á Kirkjuvegi 12, f. 9. október 1850, d. 13. júní 1937. Maður hennar var Eyjólfur Ketilsson bóndi í Mið-Skála 1910.
Guðmundur í París var með foreldrum sínum 1845 og 1850, með ekklinum föður sínum 1860.
Hann var sjávarbóndi í þurrabúðinni París í Eyjum 1870 með Jóhönnu konu sinni og börnunum Sólrúnu tveggja ára og Jóhönnu á fyrsta ári og barni Jóhönnu, Sæmundi Sæmundssyni 7 ára.
Við manntal 1880 var hann enn í París með konu sinni, 8 dætrum þeirra og Sæmundi Sæmundssyni, syni Jóhönnu 17 ára.
Guðmundur fór til Utah 1886 með konu og þrem börnum sínum og Sæmundi syni Jóhönnu.
Guðmundur og Jóhanna bjuggu í mörg ár í Spanish Fork í Utah, fluttust til Alberta-fylkis í Kanada og námu land. Þau seldi síðan jörðina eftir 6 ár og fluttu aftur til Spanish Fork. Þau eignuðust 10 börn. Sex þeirra komust upp og áttu fjölskyldur vestra.
Kona Guðmundar lóðs var Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja frá Steinmóðshúsi, f. 1. október 1841, d. 22. apríl 1935. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París.
Börn hér:
1. Sólrún Guðmundsdóttir, f. 11. október 1867, d. 8. mars 1949 í Tabor í Alberta, Kanada. Hún fór til Vesturheims frá Juliushaab 1888.
2. Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 20. janúar 1870, d. 24. nóvember 1892. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Jómsborg.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1872, d. 29. nóvember 1873 úr kverkabólgu.
4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1873, d. 9. nóvember 1891.
5. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1874, d. 11. júlí 1966. Hún fór til Vesturheims 1887 frá Godthaab.
6. Guðbjörg Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 14. nóvember 1876. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París.
7. Guðmundur Guðmundsson, tvíburi, f. 14. nóvember 1876, d. 17. nóvember 1876 „af almennri barnaveiki“.
8. María Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 15. september 1951 í Provo, Utah.
9. Katrín Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878, d. 14. nóvember 1880 úr „hálsveiki“.
10. Jónína Steinunn Guðmundsdóttir, f. 31. janúar 1880. Hún fór til Vesturheims frá París 1886.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- FamilySearch.org
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.