Einar Valdimar Jónasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2015 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2015 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Einar Valdimar Jónasson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Valdimar Jónasson sjómaður fæddist 16. október 1892 í Galtarholti á Rangárvöllum og lést 1922.
Foreldrar hans voru Jónas Tjörvason vinnumaður, f. 26. febrúar 1866 í Sigluvíkursókn í Landeyjum, d. 10. maí 1927, og Pálína Einarsdóttir, síðar húsfreyja í Götu, f. 27. maí 1866 í Haukadal á Landi, d. 14. júlí 1942.

Einar Valdimar var með móður sinni í vinnumennsku hennar, fluttist með henni frá Miðey í Landeyjum til Eyja 1901 og var með henni og Jónasi föður sínum á Heiði á því ári, en þar voru þau í vinnumennsku. Síðan fylgdi hann henni, var með henni á Vilborgarstöðum 1905-1907, með henni í Nöjsomhed 1908-1910, en þar var hún bústýra og barnsmóðir Ingimundar Árnasonar húsmanns; var með þeim í Götu 1911 og enn 1921.
Einar Valdimar lést 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.