Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980/Sjómannadagurinn 1979

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2017 kl. 08:49 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2017 kl. 08:49 eftir Mardis94 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sjómannadagurinn

Frá kappróðri kvenna.
Líf og fjör var í koddaslagnum að vanda og fengu margir að súpa sjó.
Einar J. Gíslason sá um afhendingu verðlaunagripanna að vanda. Hér afhendir hann Helga Ágústssyni Vitann, verðlaun til handa þeim togara sem mest aflaverðmæti hafði árið 1978. B/v Sindri var þar hæstur.
Radarinn var afhentur til handa þeim togbát sem mest aflaverðmæti hafði fyrir árið 1978. það reyndist vera Surtsey Ve 2. Skipstjórinn Logi S. Jónsson var forfallaður en kona hans Halla J. Gunnarsdóttir tók við verðlaunagripnum fyrir hans hönd og áhafnarinnar.

Hátíðarhöldin hófust svo sem venja er í Friðarhöfn kl. 13 laugardaginn 9. júní. Meðal annars er þar var til skemmtunar var kappróður og koddabardagi. Úrslit í kappróðri urðu þessi:
1. riðill, félög sjómanna:
1. Hásetar tími 2.10.2 stýrim. Valur Valsson
2. Skipstjórar t. 2.16.4 stýrim. Steingrímur Sigurðsson.
3. Vélstjórar t. 2.19.9 stýrim. Ágúst Guðmundsson. 2. riðill, konur úr stöðvunum:
1. Eyjaberg t. 2.32.5 stýrim. Ragnar Sigurgeirsson
2. Ísfélag t. 2.36.9 stýrim. Vala Pálsd.
3. Fiskiðjan t. 2.39.0 stýrim. Hlöðver Pálss.
4. Vinnslust. 2.48.7 stýrim. Grétar Halldórss
3. riðill, fyrirtæki:
1. Steypustöð t. 2.07.0 stýrim. Runólfur Alfreðsson
2. F.I. V.E. t. 2.09.0 stýrim. Arnþór Sigurðss.
3. Löndunargengi t. 2.16.0 stýrim. Pétur Ármannsson
4. F.E.S. t. 2.25.1 stýrim. Kristinn Jónsson
4. riðill, karlar úr stöðvum:
1. Fiskiðjan t. 2.04.0 stýrim. Grétar Sævarsson
2. Íslelag t. 2.23.0 stýrim. Ragnar Jónsson.
5. riðill, stúlkur:
1. Nýgræðingar t. 2.35.0 stýrim. Hjalti Elíasson. Nýgræðingar unnu bikarinn til eignar.
6. riðill, samtök:
1. Piparsveinar t. 2.05.2 stýrim. Georg Kristjánss.
7. riðill, fermingardrengir:
1. Austurbær t. 2.19.5 stýrim. Georg Kristjánss.
2. Vesturbær t. 2.24.7 stýrim. Ólafur Guðnason.

8. riðill, peyjar:
1. Piparsv. táningar t. 2.04.8 stýrim. Þór Engilbertss.

2. Steinaldartán. t. 2.09.2 stýrim. Grétar Halldórss.
3. Módel 63 t. 2.14.0 stýrim. Arnar Sigurðsson.

Besta tíma í róðrinum náðu Fiskiðjumenn, 2.04.14 en besta tímanum eða brautarmetið eiga Steinaldarmenn 1.59.7 og var það met sett 1975.
Þá var keppt í koddaslag og varð sigurvegari í karlaflokki Baldur Bragason, í drengjaflokki Halldór J. Gunnarsson og í kvennaflokki Bára Helgadóttir.
Að loknum hinum hefðbundnu atriðum í Friðarhöfn var minnisvarðinn um Þór afhjúpaður og er þess getið á öðrum stað hér í blaðinu.
Kl. 22 var svo dansleikur í Samkomuhúsinu til kl. 02. Sunnudaginn 10. júní hófust hátíðarhöldin við Samkomuhúsið kl. 13 með leik Lúðrasveitarinnar en síðan setti Hjálmar Guðmundsson hátíðina. Þá var gengið að Landakirkju þar sem sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson messaði. Að messu lokinni var athöfn við minnisvarða drukknaðra og hrapaðra og var ræðumaður þar að vanda Einar J. Gíslason. Þar söng einnig Sólrún Bragadóttir einsöng.
Kl. 16 var dagskránni framhaldið á Stakagerðistúni og lék Lúðrasveitin í upphafi nokkur lög en síðan flutti Jóhannes Kristinsson ræðu dagsins. Þá voru aldraðir sjómenn heiðraðir og annaðist Einar J. Gíslason þann þátt svo sem honum einum er lagið. Að þessu sinni voru heiðraðir:
Frá Sjómannafél. Jötni Jónatan Aðalsteinsson
Frá Vélstjórafélaginu Tryggvi Gunnarsson
Frá Verðanda Oddur Sigurðsson
Frá Sjómannadagsráði Sigurjón Valdason.

Þá sá ungt fólk úr Landakirkjusöfnuði um helgistund og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Lína langsokkur kom í heimsókn og heilsaði upp á yngri kynslóðina og að lokum voru afhent verðlaun fyrir unnin afrek daginn áður.
Kl. 20.30 hófst kvöldskemmtun í íþróttamiðstöðinni og var þar margt til skemmtunar bæði heimamenn og aðkomnir. Í lok skemmtunarinnar afhenti Einar J. Gíslason verðlaunagripi og skjöl aflakóngum og fiskikóngum svo sem venja er. Þau verðlaun hlaut að þessu sinni Sigurjón Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur fyrir mest aflaverðmæti á vertíð, Guðjón Pálsson á Gullbergi fyrir mest aflaverðmæti árið 1978, Helgi Ágústsson á Sindra fyrir mest aflaverðmæti togara 1978 og Logi S. Jónsson á Surtsey fyrir mest aflaverðmæti á togbát 1978.
Að lokum var dansleikur í Samkomuhúsinu frá kl. 23.30 til 04 og lék hljómsveitin Frostrósir fyrir dansi. Þokkalegt veður var báða dagana og þóttu hátíðarhöldin takast með ágætum. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja kom út og sá Sigurgeir Jónsson um ritstjórn þess. Þá var merkjasala Sjómannadagsráðs á sunnudeginum. Eykyndilskonur höfðu kaffisölu í Alþýðuhúsinu svo sem þeirra er venja á sjómannadag. Aðsetur Sjómannadagsráðs var í Básum á Básaskersbryggju, er aðstaðan þar öll hin ágætasta og fer síbatnandi.

Þeir voru heiðraðir fyrir björgunarafrek.
Fastir liðir eins og venjulega. Þeir eru orðnir sviðsvanir þessir tveir á Sjómannadaginn, Sigurjón Óskarsson fiskikóngur og Guðjón Pálsson aflakóngur og ekki á allra færi að ná titlinum af þeim.
Hann stendur sína pligt kokkurinn á Þórunni Sveinsdóttur, jafnt þótt það sé sjómannadagurinn. Ægir Sigurðsson mætti með súpupottinn með sér við verðlaunaafhendinguna í íþróttamiðstöðinni og kona hans lét ekki sitt eftir liggja í því að aðstoða hann við að metta mannskapinn.