Ólafur Vilhjálmsson (Múla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. október 2016 kl. 20:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. október 2016 kl. 20:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Vilhjálmsson.

Ólafur Vilhjálmsson, Múla, fæddist að Botnum í Meðallandi 12. september 1900 og lést 24. febrúar 1972.

Ólafur byrjaði sem formaður á Esther árið 1924.

Þann 16. desember 1924 lenti Ólafur í sjávarháska þegar 9 menn fóru frá Eiðinu í Vestmannaeyjum út í Gullfoss á opnum báti. Er þeir höfðu ýtt frá sökk báturinn og 8 drukknuðu en Ólafi var bjargað af Soffí sem lá við Gullfoss. Formaður á Soffí var Andrés Einarsson.

Árið 1926 tekur Ólafur við formennsku á Garðari III og var með hann tvær vertíðir. Eftir að Ólafur hætti formennsku á Garðari fluttist hann til Reykjavíkur og vann sem togarasjómaður í fjöldamörg ár.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Vilhjálmur og Guðbjörg með börnum sínum. Sigurður Ingi situr á milli hjónanna.

Ólafur Vilhjálmsson frá Múla, sjómaður, skipstjóri fæddist 12. september 1900 í Botnum í Meðallandi og lést 24. febrúar 1972 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður á Múla, f. 28. ágúst 1872 í Rofabæ í Meðallandi, d. 3. júlí 1951, og kona hans Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. 27. september 1869 á Fossi í Mýrdal, d. 10. júlí 1929.

Börn Vilhjálms og Guðbjargar voru:
1. Ólafur Vilhjálmsson skipstjóri, sjómaður, f. 12. september 1900, d. 24. febrúar 1972.
2. Þorgerður Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Múla, f. 12. ágúst 1903, d. 29. september 1990.
3. Kjartan Leifur Vilhjálmsson skipstjóri, sjómaður, f. 20. mars 1906, drukknaði 30. mars 1932.
4. Guðlaug Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. maí 1907, d. 22. júlí 1974.
Fóstursonur þeirra var
5. Sigurður Ingi Jónsson prentari í Reykjavík, f. 19. júní 1917, d. 30. október 1997.

Ólafur var með móður sinni í Botnum til ársins 1901, fluttist með henni og föður sínum að Löndum á því ári, en þar voru þau vinnufólk 1902. Hann var með þeim á Oddsstöðum 1903, en síðan á Múla, en það hús byggðu þeir faðir hans og Jónas Jónsson 1904. Þar bjó hann uns hann fluttist til Reykjavíkur 1928.
Hann var á stýrimnnanámskeiði í Eyjum 1922.
Ólafur var sjómaður og skipstjóri í Eyjum. Hann var sá eini, sem komst lífs af úr sjóslysinu við Eiðið 16. desember 1924, er bát, sem var á leið út í e.s. Gullfoss að sækja slasaðan mann, hvolfdi skömmu eftir að lagt var frá landi. Þar fórust 8 menn. Ólafur var síðar sjómaður á togurum frá Reykjavík og sigldi stríðsárin á Bretland .
Hann lést 1972.

Kona hans, (14. mars 1931), var María Jónsdóttir húfreyja í Reykjavík, f. 15. nóvember 1907 á Læk í Ölfusi, d. 14. ágúst 1999. Foreldrar hennar voru Jón Símonarson bóndi og sjómaður á Læk, síðar verslunarmaður í Reykjavík, f. 14. júní 1862, d. 12. apríl 1943, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1870, d. 22. júlí 1938.
Börn þeirra:
1. Svanhvít Erla Ólafsdóttir húsfeyja, f. 5. nóvember 1931.
2. Vilhjálmur Ólafsson viðskiptafræðingur, f. 6. maí 1933.
3. Sigurður Jón Ólafsson bókavörður, f. 12. febrúar 1947.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.