Þórunn Ólafsdóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. september 2018 kl. 15:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. september 2018 kl. 15:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Ólafsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Vilborgarstöðum, á Oddsstöðum og í Stakkagerði fæddist 1748 og lést 24. febrúar 1802.
Foreldrar eru ókunnir.
Þórunn var húsfreyja og ljósmóðir á Vilborgarstöðum 1785, var ekkja eftir Jón Einarsson, er hún gerðist vinnukona Jóns Eiríkssonar sýslumanns. Þau giftust tveim árum síðar, 1790, en voru barnlaus.
Hún giftist Jóni Þorleifssyni, eftirmanni Jóns Eiríkssonar, 1798, og var hún fyrri kona hans. Síðari kona hans var Bóel Jensdóttir.
Þórunn var þrígift.
I. Fyrsti maður hennar var Jón Einarsson bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari á Vilborgarstöðum, f. 1733, d. 31. ágúst 1785.
Barn þeirra hér
1. Hans Jónsson, d. 1. apríl 1785, þriggja vikna gamall úr ginklofa.

II. Annar maður Þórunnar, (16. október 1790), var Jón Eiríksson yngri, sýslumaður í Eyjum, f. 1737, d. 8. desember 1796 úr holdsveiki. Þau Jón voru barnlaus.

III. Síðasti maður hennar, (6. maí 1798), var Jón Þorleifsson sýslumaður, f. 1769, drukknaði 22. apríl 1815. Þau Jón voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.