„Sigríður Jónsdóttir (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigríður Jónsdóttir''' vinnukona að Ofanleiti fæddist 7. febrúar 1841 og lést 2. janúar 1876.<br> Foreldrar hennar voru Jón Magnússon bóndi á Skíðbakka, Kirkjul...) |
m (Verndaði „Sigríður Jónsdóttir (Ofanleiti)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 2. maí 2015 kl. 14:33
Sigríður Jónsdóttir vinnukona að Ofanleiti fæddist 7. febrúar 1841 og lést 2. janúar 1876.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon bóndi á Skíðbakka, Kirkjulandi og Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 7. október 1789, d. 29. desember 1877 og barnsmóðir hans Steinunn Steinsdóttir, síðar húsfreyja á Kirkjulandi, f. 29. janúar 1806, d. 4. febrúar 1896.
Sigríður var með föður sínum og konu hans 1845 og 1855, vinnukona hjá Kristínu hálfsystur sinni í Hólmum 1860, en faðir hennar var þar í dvöl 71 árs.
Hún fluttist úr Krosssókn að Ofanleiti 1861, var vinnukona þar 1861-1862, í Norðurgarði 1863-1865, í Nöjsomhed 1666-1868, í Draumbæ 1869-1870, á Ofanleiti 1871-1876.
Hún lést á Ofanleiti 1876, „dó úr innvortis veikindum eftir langa legu“.
Sigríður var ógift og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.