„Stefán Stefánsson (Gjábakka)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Stefán Stefánsson''' vinnumaður á Gjábakka fæddist 1828 í Fljótshlíð og lést 9. mars 1871.<br> Foreldrar hans voru Stefán Þorvaldsson bóndi í Berjanesi...)
 
m (Verndaði „Stefán Stefánsson (Gjábakka)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 27. apríl 2015 kl. 18:19

Stefán Stefánsson vinnumaður á Gjábakka fæddist 1828 í Fljótshlíð og lést 9. mars 1871.
Foreldrar hans voru Stefán Þorvaldsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjjöllum, f. 27. maí 1805 í Hólakoti u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1868 og Margrét Þórarinsdóttir, f. 3. ágúst 1792 í Berjanesi þar, d. 11. febrúar 1870.

Stefán var með föður sínum og Evlalíu Benediktsdóttur konu hans í Berjanesi 1835, honum og konu hans, móður sinni, Margréti Þórarinsdóttur þar 1845, vinnumaður í Hlíð þar 1850 og 1855, á Eyvindarhólum 1860.
Hann eignaðist dóttur í Steinasókn 1856 með Guðrúnu Eiríksdóttur vinnukonu í Hlíð u. Fjöllunum.
Stefán fluttist að Hryggjum í Mýrdal 1866.
Þau feðginin fluttust úr Mýrdal að Gjábakka 1869 og þar var Stefán í vinnumennsku 1870 með Guðrúnu hjá sér.
Hann lést 1871 úr taugaveiki. Guðrún fluttist undir Fjöllin 1871.

I. Barnsmóðir Stefáns var Guðrún Eiríksdóttir vinnukona í Hlíð.
Barn þeirra var
1. Guðrún Stefánsdóttir, f. 19. febrúar 1856 í Hlíð undir Eyjafjöllum. Hún var vinnukona á Strönd í Voðmúlastaðasókn 1880.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.