„Guðlaug Nikulásdóttir (Móhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðlaug Nikulásdóttir''' vinnukona í Móhúsum, síðar húsfreyja í Vatnshól í A-Landeyjum og að lokum í Utah, fæddist 11. maí 1854 og lést 17. desember 1900.<br> ...) |
m (Verndaði „Guðlaug Nikulásdóttir (Móhúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. apríl 2015 kl. 21:38
Guðlaug Nikulásdóttir vinnukona í Móhúsum, síðar húsfreyja í Vatnshól í A-Landeyjum og að lokum í Utah, fæddist 11. maí 1854 og lést 17. desember 1900.
Foreldrar hennar voru Nikulás Nikulásson bóndi í Berjaneskoti undir Eyjafjöllum, f. 27. júlí 1817, á lífi 1869, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1814, d. 7. september 1867.
Guðlaug var með foreldrum sínum í Berjaneskoti. Móðir hennar dó 1867.
Hún fluttist til Eyja undan Fjöllunum 1868, 14 ára léttastúlka, til Evlalíu í Móhúsum og var þar 1869-1872, vinnukona í Fagurlyst 1873, en fluttist þaðan til Landeyja 1874.
Þau Sigurður Ólafsson bóndi tóku við búi í Vatnshól 1877, giftu sig 1881 og bjuggu þar til 1877, er þau fluttust til Spanish Fork í Utah.
Þau eignuðust börn sín í Vatnshól og tóku þau með sér utan.
Maður Guðlaugar, (15. október 1881), var Sigurður Ólafsson bóndi, f. 27. ágúst 1847, d. 30. apríl 1896.
Börn þeirra voru:
1. Einar Sigurðsson, f. 18. mars 1878.
2. Ólafur Sigurðsson, f. 15. nóvember 1882.
3. Guðni Ólafsson, f. 27. júlí 1884, d. 6. febrúar 1953.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.