„Þórður Sveinbjörnsson (Búastöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þórður Sveinbjörnsson''' vinnumaður fæddist 1828 í Eyvindarmúlasókn í Fljótshlíð og lést 2. febrúar 1860.<br> Foreldrar hans voru Sveinbjörn Árnason vinnumaður f...)
 
m (Verndaði „Þórður Sveinbjörnsson (Búastöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. febrúar 2015 kl. 17:04

Þórður Sveinbjörnsson vinnumaður fæddist 1828 í Eyvindarmúlasókn í Fljótshlíð og lést 2. febrúar 1860.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Árnason vinnumaður f. 1795, d. 1. febrúar 1839 og Margrét Gísladóttir, f. 6. maí 1797, d. 15. september 1860.

Þórður var tökubarn á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1835, var kominn að Búastöðum til Margrétar móður sinnar 1837 og var með henni þar til 1839, en 1842 hjá henni á Vesturhúsum.
1845-1850 var hann vinnumaður á Oddsstöðum, vinnumaður í Godthaab 1851-dd. Hann féll af húsi og lést af því 2. febrúar 1860, 32 ára.
Þórður var í Herfylkingunni.

I. Barnsmóðir Þórðar var Guðríður Sigurðardóttir, þá vinnukona í Godthaab.
Barn þeirra var
1. Hildur Þórðardóttir, f. 20. september 1855, d. 21. september 1855, „fæddist veikt...“


Heimildir