„Guðný Þórðardóttir (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðný Þórðardóttir''' húsfreyja á Oddsstöðum fæddist 1822 og lést 22. október 1874.<br> Faðir hennar var Þórður bóndi í Seljalandsseli u. Eyjafj...) |
m (Verndaði „Guðný Þórðardóttir (Oddsstöðum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 17. desember 2014 kl. 21:16
Guðný Þórðardóttir húsfreyja á Oddsstöðum fæddist 1822 og lést 22. október 1874.
Faðir hennar var Þórður bóndi í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, skírður 31. ágúst 1792, d. 3. júní 1856, Brynjólfsson bónda í Skipagerði í V-Landeyjum 1801, f. 1734, d. 20. janúsr 1803, Guðmundssonar bónda á Strönd þar, f. 1706, d. 1782, Stefánssonar, og konu Guðmundar, Guðríðar húsfreyju, f. 1700, d. 23. maí 1792.
Móðir Þórðar í Seljalandskoti og síðari kona Brynjólfs í Skipagerði var Sigríður húsfreyja og ljósmóðir, f. 1761, d. 21. nóvember 1839, Ögmundsdóttir prests á Krossi í A-Landeyjum og víðar, f. 1732, d. 5. september 1805, Högnasonar (Högnaætt), og konu Ögmundar, Salvarar húsfreyju, f. 1723, d. 1. október 1821, Sigurðardóttur bónda í Ásgarði í Grímsnesi Ásmundssonar (Ásgarðsætt í Grímsnesi).
Móðir Guðnýjar á Oddsstöðum og kona Þórðar í Seljalandsseli var Kristín húsfreyja, skírð 3. desember 1779, d. 7. ágúst 1843, Erlendsdóttir bónda á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, f. 1748, d. 15. maí 1818, Einarssonar bónda í Mörtungu á Síðu og Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 1715, d. 19. mars 1799, Gíslasonar, og konu Einars Gíslasonar, Kristínar húsfreyju, f. 1711, d. 26. mars 1793, Eiríksdóttur.
Guðný var með foreldrum sínum í æsku. Hún var vinnukona á Fitjarmýri þar 1840, vinnukona hjá þeim í Seljalandsseli 1845, 27 ára vinnukona hjá Vilborgu systur sinni á Tjörnum þar 1850, 1855 og 1860.
Hún var 45 ára gift kona á Oddsstöðum 1870, barnlaus.
Maður hennar, (14. júní 1867), var Þorsteinn Jónsson sjávarbóndi á Oddsstöðum, f. 7. nóvember 1835, d. 6. desember 1890.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.