„Guðbrandur Guðbrandsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðbrandur Guðbrandsson''' sjómaður á Fögruvöllum fæddist 3. ágúst 1832 í Pétursey í Mýrdal og lést 28. maí 1866 í Stakkagerði.<br> Foreldrar han...) |
m (Verndaði „Guðbrandur Guðbrandsson“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 30. nóvember 2014 kl. 11:11
Guðbrandur Guðbrandsson sjómaður á Fögruvöllum fæddist 3. ágúst 1832 í Pétursey í Mýrdal og lést 28. maí 1866 í Stakkagerði.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Jónsson bóndi í Pétursey og á Syðsta-Fossi í Mýrdal, f. 18902, d. 21. maí 1840, og kona hans, Gróa Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1798, d. 23. september 1843.
Guðbrandur var systursonur Sigurðar Vigfússonar á Steinsstöðum.
Guðbrandur var með foreldrum sínum til 1840, var niðursetningur í Eyjarhólum í Mýrdal 1840-1841.
Hann fluttist til Eyja 1841 og var tökubarn hjá móðurbróður sínum á Steinsstöðum næstu árin, skráður fósturdrengur þar 1847, fósturpiltur þar 1848.
Guðbrandur var vinnumaður á Steinsstöðum 1849 og 1850, í Dölum 1851, í Frydendal 1852-1854.
1855 og 1856 var hann vinnumaður í Nýja-Kastala og þar var Margrét Hannesdóttir vinnukona.
Þau Margrét voru á Fögruvöllum 1857, hún bústýra hans. Þau eignuðust Jón 1858 og Sigurð Guðjón 1863, en hann var heyrnar-og mállaus. Þau bjuggu á Fögruvöllum til 1865, en þá fluttust þau að Oddsstöðum.
Þau voru í Stakkagerði 1866, er Guðbrandur lést „úr krampa ásamt kvefsótt“.
Kona Guðbrandar, (9. nóvember 1862), var Margrét Hannesdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1833 í Hraunkoti í Landbroti, d. 28. október 1887 á Löndum.
Börn þeirra hér:
1. Jón Guðbrandsson, f. 14. janúar 1858, hrapaði til bana 2. júlí 1868.
2. Sigurður Guðjón Guðbrandsson, heyrnar-og mállaus, f. 9. janúar 1863, d. 23. ágúst 1873.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.