„Bjarni Helgason (Kornhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:
[[Flokkur: Íbúar í Kornhól]]
[[Flokkur: Íbúar í Kornhól]]
[[Flokkur: Íbúar á Ofanleiti]]
[[Flokkur: Íbúar á Ofanleiti]]
[[Flokkur: Herfylkingarmenn]]

Útgáfa síðunnar 20. október 2014 kl. 20:28

Bjarni Helgason vinnumaður frá Kornhól fæddist 30. ágúst 1844 og lést 3. júlí 1869.
Foreldrar hans voru Helgi Jónsson bóndi og formaður í Kornhól, f. 9. júlí 1806, d. 17. júní 1864, og síðari kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1814, d. 25. september 1857.

Bjarni var bróðir Jónasar Helgasonar bónda í Nýjabæ og Árna Helgasonar vesturfara.
Hann var hálfbróðir, (samfeðra), Helgu Helgadóttur húsfreyju í Steinmóðshúsi, f. 12. apríl 1836, d. 29. desember 1914.

Bjarni var með foreldrum sínum 1845, og enn 1855, með ekklinum föður sínum 1860. Síðar var hann vinnumaður á Ofanleiti. Hann var í drengjaflokki Herfylkingarinnar.
Bjarni lést 1869 úr „taksótt“.


Heimildir