„Ólafur Diðrik Benediktsson“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ólafur Diðrik Benediktsson“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Ólafur Diðrik Benediktsson''' trésmiður fæddist 6. ágúst 1837 í Mosfellssókn í Kjósarsýslu og lést 11. nóvember 1860 úr taugaveiki.<br> | '''Ólafur Diðrik Benediktsson''' trésmiður fæddist 6. ágúst 1837 í Mosfellssókn í Kjósarsýslu og lést 11. nóvember 1860 úr taugaveiki.<br> | ||
Foreldrar hans voru sr. Benedikt prestur að Mosfelli í Mosfellssveit, f. 23. nóvember 1782, d. 17. marz 1843, Magnúsar klausturhaldara að Þykkvabæjarklaustri Andréssonar og konu Magnúsar, Helgu húsfreyju frá Reynishjáleigu í Mýrdal, f. 1752, d. 26. nóvember 1826, Ólafsdóttur.<br> | Foreldrar hans voru sr. Benedikt prestur að Mosfelli í Mosfellssveit, f. 23. nóvember 1782, d. 17. marz 1843, Magnúsar klausturhaldara að Þykkvabæjarklaustri Andréssonar og konu Magnúsar, Helgu húsfreyju frá Reynishjáleigu í Mýrdal, f. 1752, d. 26. nóvember 1826, Ólafsdóttur.<br> | ||
Móðir | Móðir Ólafs Diðriks og síðari kona Benedikts prests var Þorbjörg húsfreyja, f. 27. júní 1795, d. 7. apríl 1852, Einars bónda á Neðstalandi og Ásláksstöðum í Eyjafirði, Þorlákssonar, f. 15. mars 1771, d. 4. febrúar 1802, og konu hans Önnu húsfreyju, f. 1770, d. 3. nóvember 1802, Ingimundardóttur. | ||
Ólafur Diðrik var bróðir [[Anna Benediktsdóttir|Önnu Valgerðar Benediktsdóttur]] ljósmóður, f. 24. janúar 1831, d. 11. september 1909, og bróðursonur [[Þórdís Magnúsdóttir (Ofanleiti)|Þórdísar Magnúsdóttur]] prestkonu, en hún var ættmóðir [[Guðfinna Jónsdóttir Austmann|Johnsenættarinnar]] í Eyjum.<br> | Ólafur Diðrik var bróðir [[Anna Benediktsdóttir|Önnu Valgerðar Benediktsdóttur]] ljósmóður, f. 24. janúar 1831, d. 11. september 1909, og bróðursonur [[Þórdís Magnúsdóttir (Ofanleiti)|Þórdísar Magnúsdóttur]] prestkonu, en hún var ættmóðir [[Guðfinna Jónsdóttir Austmann|Johnsenættarinnar]] í Eyjum.<br> |
Útgáfa síðunnar 13. júní 2014 kl. 19:21
Ólafur Diðrik Benediktsson trésmiður fæddist 6. ágúst 1837 í Mosfellssókn í Kjósarsýslu og lést 11. nóvember 1860 úr taugaveiki.
Foreldrar hans voru sr. Benedikt prestur að Mosfelli í Mosfellssveit, f. 23. nóvember 1782, d. 17. marz 1843, Magnúsar klausturhaldara að Þykkvabæjarklaustri Andréssonar og konu Magnúsar, Helgu húsfreyju frá Reynishjáleigu í Mýrdal, f. 1752, d. 26. nóvember 1826, Ólafsdóttur.
Móðir Ólafs Diðriks og síðari kona Benedikts prests var Þorbjörg húsfreyja, f. 27. júní 1795, d. 7. apríl 1852, Einars bónda á Neðstalandi og Ásláksstöðum í Eyjafirði, Þorlákssonar, f. 15. mars 1771, d. 4. febrúar 1802, og konu hans Önnu húsfreyju, f. 1770, d. 3. nóvember 1802, Ingimundardóttur.
Ólafur Diðrik var bróðir Önnu Valgerðar Benediktsdóttur ljósmóður, f. 24. janúar 1831, d. 11. september 1909, og bróðursonur Þórdísar Magnúsdóttur prestkonu, en hún var ættmóðir Johnsenættarinnar í Eyjum.
Ólafur Diðrik fór í fóstur að Ofanleiti eftir lát föður síns og var þar 1845 og 1850 hjá Þórdísi föðursystur sinni.
Hann fór til Kaupmannahafnar 1853 og lærði trésmíðar, kom aftur 1856, titlaður „sniðkari“. Hann var síðan trésmiður og bjó í Dalahjalli hjá verðandi tengdaforeldrum sínum.
Ólafur Diðrik var nýlega kvæntur Guðríði, er hann veiktist af taugaveiki og lést af hennar völdum.
I. Kona Ólafs Diðriks, (30. ágúst 1860), Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja. f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890. Ólafur Diðrik var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Ólafur Einarsson í Litlakoti.
Barn Ólafs Diðriks og Guðríðar var
1. Sigurður Ólafsson, f. 10. október 1860, d. 10. mars 1931.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.