„Steinunn Sigríður Gestsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Steinunn Sigríður Gestsdóttir“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. maí 2014 kl. 17:42

Steinunn Sigríður Gestsdóttir.
Aftari röð: Gestur, f. 1915, Bárður, f. 1925, Haraldur, f. 1922,
Fremri röð: Kjartan, Magnea Erna, f. 1929, Sigurjón, f. 1917,

Steinunn Sigríður Gestsdóttir húsfreyja á Sólheimum fæddist 29. ágúst 1889 að Ljótarstöðum í Skaftártungu og lést 6. október 1965 í Reykjavík.
Faðir hennar var Gestur bóndi á Ljótarstöðum, f. 12. apríl 1852 á Borgarfelli í Skaftártungu, d. 9. desember 1936 á Ljótarstöðum, Bárðarson bónda á Borgarfelli og Ljótarstöðum, f. 1821 í Hemru í Skaftártungu, d. 5. júlí 1872 á Ljótarstöðum, Bárðarsonar bónda í Hemru, f. 1785 í Snæbýli í Skaftártungu, d. 3. maí 1865 á Þykkvabæjarklaustri, Jónssonar, og annarrar konu, (27. september 1820), Bárðar Jónssonar, Valgerðar húsfreyju, f. 1789 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 26. júlí 1835 í Hemru, Árnadóttur.
Móðir Gests á Ljótarstöðum og kona Bárðar á Borgarfelli var, (7. október 1853), Guðrún húsfreyja, f. 20. maí 1825 á Borgarfelli, d. 7. febrúar 1920 í Kerlingardal í Mýrdal, Steinsdóttir bónda á Borgarfelli, f. 1794 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 23. júní 1863 á Borgarfelli, Bjarnasonar, og konu Steins á Borgarfelli, (26. júlí 1822), Vigdísar húsfreyju, f. 7. júní 1797 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 30. apríl 1845 á Borgarfelli, Jónsdóttur.

Móðir Steinunnar Sigríðar á Sólheimum og kona, (4. ágúst 1878), Gests bónda á Ljótarstöðum var Þuríður húsfreyja, f. 27. desember 1852 á Flögu í Skaftártungu, d. 17. desember 1942 á Ljótarstöðum, Vigfúsdóttir bónda á Svarta-Núpi og Flögu, f. 1797 á Borgarfelli, drukknaði í Hólmsá 3. nóvember 1863, Bótólfssonar bónda, síðast á Borgarfelli, f. 1752, d. 1803 á Borgarfelli, Jónssonar, og konu Bótólfs, Kristínar húsfreyju, f. 1765 á Ljótarstöðum, d. 7. mars 1817 í Gröf í Skaftártungu, Ísleifsdóttur.
Móðir Þuríðar húsfreyju á Ljótarstöðum og síðari kona Vigfúsar Bótólfssonar var, (13. júní 1850), Sigríður húsfreyja, f. 1812 í Holti í Álftaveri, d. 14. apríl 1894 á Borgarfelli, Ólafsdóttir bónda, síðast í Holti í Álftaveri, f. 1787 í Sólheimasókn í Mýrdal, d. 23. júní 1862 á Flögu, Gíslasonar, og fyrri konu Ólafs í Holti, (1811?), Guðrúnar húsfreyju, f. 1777 á Söndum u. Eyjafjöllum, d. 13. mars 1841 í Holti í Álftaveri, Árnadóttur.

Steinunn Sigríður var með foreldrum sínum á Ljótarstöðum til ársins 1913. Hún var vinnukona um skeið á Skálmarbæ og í Norðurhjáleigu í Álftaveri 1913-1915, gift kona á Þykkvabæjarklaustri 1915-1916 og í Vík 1916-1917. Þau voru á Skálmarbæ 1917-1918. Hún var vinnukona í Snæbýli 1918-1919. Þá fór hún til Reykjavíkur og var þar 1921.
Hún var húsfreyja á Sólheimum (Njarðarstíg 15) 1930, en í Reykjavík 1945 og þar lést hún 1965.

Maður Steinunnar Sigríðar, (17. júlí 1915), var Auðunn Oddsson formaður og útgerðarmaður, f. 25. september 1893, d. 29. desember 1969.

BörnSteinunnar Sigríðar og Auðuns:
1. Gestur, f. 23. júní 1915, d. 18. desember 1999.
2. Sigurjón, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004.
3. Haraldur Ottó, f. 9. janúar 1922, d. 17. janúar 1997.
4. Bárður, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999.
5. Bergþór Kjartan, f. 8. maí 1923, d. 13. október 2009.
6. Magnea Erna, f. 22. desember 1929.

ctr


Steinunn Sigríður Gestsdóttir, Auðunn Oddsson og fjölskylda.

Myndir


Heimildir