„Þórdís Þorvaldsdóttir (Háagarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Þórdís Þorvaldsdóttir (Háagarði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. maí 2014 kl. 19:00

Þórdís Þorvaldsdóttir vinnukona fæddist 15. september 1814 og lést 11. desember 1872.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Gíslason bóndi í Háagarði, f. 1756, d. 10. maí 1819 og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1772, d. 10. ágúst 1843.

Þórdís var með foreldrum sínum í Háagarði (Vilborgarstöðum) 1816, „uppalningur“ í Þorlaugargerði 1821 og 1822.
Hún var ógift vinnukona í Stakkagerði 1835, í Kornhól 1840 hjá Jóhanni Bjarnasen skipstjóra og Sigríði Jónsdóttur, í Nýjabæjarhjalli 1845 hjá Sigmundi Jónatanssyni og Úlfheiði Jónsdóttur, en 1850 hjá þeim í Sæmundarhjalli, í París 1855, Kornhól 1860 hjá Helga Jónssyni ekkli og 57 ára niðursetningur á Vesturhúsum 1870 hjá Eiríki Eiríkssyni og Katrínu Eyjólfsdóttur.
Þórdís lést 1872.

I. Barnsfaðir Þórdísr var Jóhann Bjarnasen.
Barn þeirra var
1. Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6. september 1841.


Heimildir