„Páll Zóphóníasson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (flokkur fólk)
Lína 8: Lína 8:
* Haraldur Guðnason. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.
* Haraldur Guðnason. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.
}}
}}
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Bæjarstjórar]]
[[Flokkur:Bæjarstjórar]]

Útgáfa síðunnar 19. janúar 2006 kl. 09:47

Páll Zóphóníasson við Pompei Norðursins.

Páll Hjaltdal Zóphóníasson fæddist 12. júlí árið 1942 í Kaupmannahöfn. Hann er sonur Zóphóníasar Pálssonar, skipulagsstjóra ríkisins og Lis Pálssonar (Ulleman), háskólakennara.

Páll lauk námi í trésmíði árið 1962 og í byggingartæknifræði 1967 frá Álaborg. Hann var byggingatæknifræðingur hjá ráðgjafarverkfræðifyrirtækinu Studstrup & Östgaard a/s í Álaborg á árunum 1967-1972. Páll starfaði svo sem bæjartæknifræðingur í Vestmannaeyjum árin 1972-76. Það var einmitt í gosinu og gegndi hann mikilvægu hlutverki í gosinu og eftir það. Hann tók við sem bæjarstjóri á árunum 1976-1982. Síðan þá hefur hann rekið ráðgjafar- og teiknistofu, Teiknistofa PZ, í Vestmannaeyjum.

Páll er félagsforingi skátafélagsins Faxi og er formaður Norræna félagsins í Vestmannaeyjum. Hann er ennfremur sænskur konsúll í Vestmannaeyjum. Hann er kvæntur Sesselju Áslaugu Hermannsdóttur frá Ísafirði, og þau eiga saman börnin Zóphónías og Sif.


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.