„Guðmundur Eyjólfsson (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Guðmundur Eyjólfsson (Norðurgarði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. apríl 2014 kl. 11:19

Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Norðurgarði fæddist 17. október 1790 og lést 18. ágúst 1846.
Faðir hans var Eyjólfur bóndi í Búðarhóls-Austurhjáleigu (nú Hólavatn) í A-Landeyjum, f. 1768 í A-Landeyjum, d. 26. nóvember 1838, Guðmundsson bónda í Norður-Búðarhólshjáleigu (nú Lækjarhvammur), f. 1728, d. 26. febrúar 1796 þar, Grímssonar bónda á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 1697, á lífi 1753, Jónssonar, og konu Gríms, Ingibjargar húsfreyju, f. 1692, d. 22. nóvember 1767, Þorkelsdóttur.
Móðir Eyjólfs í Búðarhóls-Austurhjáleigu og kona Guðmundar Grímssonar var Jórunn húsfreyja, f. 1735, d. 16. nóvember 1789, Jónsdóttir bónda og hreppstjóra á Bryggjum í A-Landeyjum, f. 1695, á lífi 1759, Þórólfssonar, og konu Jóns, Ástríðar húsfreyju, f. 1701, á lífi 1763, Jónsdóttur.
Móðir Guðmundar í Norðurgarði og kona Eyjólfs var Elín húsfreyja og yfirsetukona, f. 1767 í Bakkahjáleigu, d. 7. maí 1855 í Eystri-Búðarhólshjáleigu, Ísleifsdóttir bónda í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 1726, d. 10. apríl 1810 þar, Einarssonar bónda á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 1696, Hafliðasonar, og konu hans, Ingibjargar húsfreyju, f. 1694, Einarsdóttur.

Guðmundur var í fóstri hjá Árna Ísleifssyni móðurbróður sínum í Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum 1801.
Hann var ókvæntur vinnumaður í Stakkagerði 1816, bóndi og sáttanefndarmaður í Norðurgarði 1845.

Kona Guðmundar í Norðurgarði var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1798.

Börn Guðrúnar og Guðmundar hér:
1. Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, síðar í Dölum, f. 1823, d. 6. maí 1903.
2. Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
3. Jón Guðmundsson vinnumaður, húsmaður í Hólshúsi, f. 18. júlí 1830, d. 4. ágúst 1858.
4. Guðmundur Guðmundsson, f. 8. október 1840 í Norðurgarði, d. 15. október 1840 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.