„Guðrún Stefánsdóttir (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Stefánsdóttir''' húsfreyja, í dvöl í Presthúsum, fæddist 1768 í Pétursey í Mýrdal og lést 11. apríl 1858 hjá Jóni syni sínum í Presthúsum.<br> Fa...) |
m (Verndaði „Guðrún Stefánsdóttir (Presthúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 3. mars 2014 kl. 19:52
Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, í dvöl í Presthúsum, fæddist 1768 í Pétursey í Mýrdal og lést 11. apríl 1858 hjá Jóni syni sínum í Presthúsum.
Faðir hennar var Stefán bóndi í Pétursey, f. 1738, d. 29. júní 1828 í Pétursey, Eyjólfsson bónda í Strandarholti í Meðallandi, d. fyrir manntal 1762, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1713, Sigmundsdóttur bónda í Strandarholti, f. 1685, Bjarnasonar.
Móðir Guðrúnar í Presthúsum er ókunn.
Maður Guðrúnar, (25. júlí 1800), var Jón bóndi bóndi í Skammadal og Rofunum í Mýrdal, f. 1771 á Rauðhálsi þar, Hjaltason bónda á Rauðhálsi, Jónssonar, og konu Hjalta, Sigríðar húsfreyju, f. 1739, Jónsdóttur.
Guðrún var húsfreyja í Skammadal og Rofunum í Mýrdal, síðar vinnukona á Ketilsstöðum þar og niðursetningur á Brekkum þar.
Hún var ekkja hjá Jóni syni sínum og Önnu Eiríksdóttur í Presthúsum 1845, 1850 og 1855. Hún lést 1858.
Guðrún var föðurmóðir Ástríðar Hjaltadóttur húsfreyju í Kokkhúsi. Ástríður var hjá Jóni bróður sínum í Presthúsum 1845.
Börn Guðrúnar og Jóns hér:
Anna Jónsdóttir, f. 1803, varð holdsveik.
Jón Jónsson bóndi og sjómaður í Presthúsum, f. 1806.
Hjalti Jónsson, f. 1809, bóndi í Mýrdal. Hann var faðir Ástríðar Hjaltadóttur húsfreyju í Kokkhúsi
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.