„Ólafur Ólafsson (Þorlaugargerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ólafur Ólafsson''' bóndi í Þorlaugargerði fæddist 28. janúar 1815 og drukknaði 1. október 1850.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Sverrisson bóndi, lengst á Kársstö...)
 
m (Verndaði „Ólafur Ólafsson (Þorlaugargerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 1. mars 2014 kl. 17:08

Ólafur Ólafsson bóndi í Þorlaugargerði fæddist 28. janúar 1815 og drukknaði 1. október 1850.
Foreldrar hans voru Ólafur Sverrisson bóndi, lengst á Kársstöðum í Landbroti, skírður 24. ágúst 1774, d. 19. maí 1833, og síðari kona hans Vigdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1783.

Ólafur var með foreldrum sínum í Prestbakkakoti 1815-1816, var niðursetningur á átta bæjum 1816-1829. Hann var vinnumaður í Mörk á Síðu 1829-1830, í Eystra-Hrauni í Landbroti 1830-31, léttadrengur í Skálmarbæ í Álftaveri, líklega 1831-1833, var á Skála u. Eyjafjöllum, kom þaðan að Hátúnum í Landbroti, þar sem hann var vinnumaður til 1837.
Hann kom til Eyja 1837 og var vinnumaður hjá Sigþrúði Jónsdóttur í Þorlaugargerði.
Ólafur var kvæntur bóndi í Þorlaugargerði 1850.
Hann fórst við Landeyjasand 1. október 1850. Með honum fórust 7 manns, tvær konur og fimm karlar.

Kona Ólafs, (9. október 1846), var Sigþrúður Jónsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði, f. 1785, d. 8. mars 1860. Ólafur var þriðji maður hennar.
Þau voru barnlaus.


Heimildir