„Sigmundur Jónatansson (Kornhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigmundur Jónatansson''' beykir fæddist 1803 á Neðri-Brunná í Saurbæ í Dalasýslu og lést 27. ágúst 1860.<br> Foreldrar hans voru Jónatan Hálfdanarson bóndi á Neðr...)
 
m (Verndaði „Sigmundur Jónatansson (Kornhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. febrúar 2014 kl. 14:59

Sigmundur Jónatansson beykir fæddist 1803 á Neðri-Brunná í Saurbæ í Dalasýslu og lést 27. ágúst 1860.
Foreldrar hans voru Jónatan Hálfdanarson bóndi á Neðri-Brunná, f. 1769, d. 12. maí 1840 og kona hans Monika Einarsdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 30. ágúst 1825.

Sigmundur var vinnumaður í Hvítadal í Saurbæ 1821, var 29 ára beykir í Kornhól 1834 og þar var Hólmfríður Bjarnadóttir 24 ára vinnukona.
Hann var fráskilinn beykissveinn á Vesturhúsum 1840, „höndlunarþjónn“ í Nýjabæjarhjalli 1845, og í Sæmundarhúsi 1850, beykir í París 1855.

Kona Sigmundar, (23. september 1834, skildu), var Hólmfríður Bjarnadóttir, f. 26. apríl 1810, d. 24. janúar 1855.
Börn þeirra hér:
1. Jónatan Sigmundsson, f. (15. desember) 1834, d. 25. desember 1834, 10 daga gamall úr ginklofa.
2. Börre Sigmundsson, f. 15. nóvember 1835, d. 4. nóvember 1835, 7 d. gamall, (dagsetningar svona í prestþj.bók).
3. Oddfríður Sigmundsdóttir, f. 11. desember 1836, d. 23. desember 1836 úr ginklofa.


Heimildir