„Magnús Jónsson (Búastöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Magnús Jónsson''' bóndi í Þykvabæjarklausturshjáleigu í Álftaveri, V-Skaft. fæddist í Eyjum 14. mars 1804 og lést 22. júlí 1855. Foreldrar hans voru [[Jón Nikulásso...)
 
m (Verndaði „Magnús Jónsson (Búastöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. febrúar 2014 kl. 14:27

Magnús Jónsson bóndi í Þykvabæjarklausturshjáleigu í Álftaveri, V-Skaft. fæddist í Eyjum 14. mars 1804 og lést 22. júlí 1855. Foreldrar hans voru Jón Nikulásson bóndi, f. 1763, d. 18. október 1835 og fyrri kona hans Ragnhildur Hallsdóttir húsfreyja, f. 1776, d. 22. september 1808.

Magnús var með föður sínum á Fossi á Síðu 1808-1810, hjá honum í Efri-Vík 1810-1811, í Hraunkoti 1811-1817, á Söndum 1817-1820, í Vitleysu, (hjáleigu frá Þykkvabæjarklaustri), 1820-1835, bóndi þar 1835-1850. Hann var próventumaður þar 1850-1851, fór þá austur að Höfða í Suður-Múlasýslu, en var að lokum vinnumaður í Mörtungu á Síðu til dánardægurs.
Bústýra hans 1845 var Vigdís Bjarnadóttir, f. 1809 í Skaftártungu.
Magnús var barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubók.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.