„Sölvatekja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (setti inn myndir úr Sölvaflá)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:DSCF9050.jpg|thumb|300px|right|Sölvatínsla í [[Sölvaflá]]. Þar er litadýrð mikil en gæta þarf varúðar því Sölvaflá er hál yfirferðar]]
[[Mynd:DSCF9050.jpg|thumb|300px|right|Sölvatínsla á [[Sölvaflá]]. Þar er litadýrð mikil en gæta þarf varúðar því Sölvaflá er hál yfirferðar]]


Söl voru mikið nýtt til manneldis í Eyjum áður fyrri eins og raunar víða annars staðar á landinu. Best þykja þau söl sem ferskt rennandi vatn hefur náð að leika um, enda eru þau ekki jafn sölt og hin sem eingöngu sjór rennur um.
Söl voru mikið nýtt til manneldis í Eyjum áður fyrri eins og raunar víða annars staðar á landinu. Best þykja þau söl sem ferskt rennandi vatn hefur náð að leika um, enda eru þau ekki jafn sölt og hin sem eingöngu sjór rennur um.

Útgáfa síðunnar 3. desember 2005 kl. 13:11

Sölvatínsla á Sölvaflá. Þar er litadýrð mikil en gæta þarf varúðar því Sölvaflá er hál yfirferðar

Söl voru mikið nýtt til manneldis í Eyjum áður fyrri eins og raunar víða annars staðar á landinu. Best þykja þau söl sem ferskt rennandi vatn hefur náð að leika um, enda eru þau ekki jafn sölt og hin sem eingöngu sjór rennur um.

Í Vestmannaeyjum er einn sá staður, þar sem svo háttar til. Nefnist hann Sölvaflá og er norðan í Stórhöfða. Vatn drýpur úr slútandi berginu ofan við flána og „útvatnast“ því sölin á flánni.

Áður fyrri, þegar bújarðir í Vestmannaeyjum skiptu milli sín þeim hlunnindum sem var að hafa, fóru Ofanbyggjarar ævinlega á Sölvaflá í ágústmánuði ár hvert, en Ofanbyggjarar nefnast þeir sem búa „Fyrir ofan hraun“.

Fara varð á báti til að komast á flána og auðvitað farið á fjörunni. Sölin voru síðan tínd í strigapoka og haldið heim þegar falla tók að á ný. Þá voru sölin vind- og sólþurrkuð og síðan pressuð. Söl þóttu og þykja enn afbragsfæða enda eru þau rík af járni.

Söl

Nú þegar veldi jarðabænda er úr sögunni notar almenningur sér þessi hlunnindi norðan í Höfðanum til ánægju og heilsubótar.