„Sölvatekja“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (setti inn myndir úr Sölvaflá) |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:DSCF9050.jpg|thumb|300px|right|Sölvatínsla í [[Sölvaflá]]. Þar er litadýrð mikil en gæta þarf varúðar því Sölvaflá er hál yfirferðar]] | |||
Söl voru mikið nýtt til manneldis í Eyjum áður fyrri eins og raunar víða annars staðar á landinu. Best þykja þau söl sem ferskt rennandi vatn hefur náð að leika um, enda eru þau ekki jafn sölt og hin sem eingöngu sjór rennur um. | Söl voru mikið nýtt til manneldis í Eyjum áður fyrri eins og raunar víða annars staðar á landinu. Best þykja þau söl sem ferskt rennandi vatn hefur náð að leika um, enda eru þau ekki jafn sölt og hin sem eingöngu sjór rennur um. | ||
Lína 6: | Lína 8: | ||
Fara varð á báti til að komast á flána og auðvitað farið á fjörunni. Sölin voru síðan tínd í strigapoka og haldið heim þegar falla tók að á ný. Þá voru [[söl]]in vind- og sólþurrkuð og síðan pressuð. Söl þóttu og þykja enn afbragsfæða enda eru þau rík af járni. | Fara varð á báti til að komast á flána og auðvitað farið á fjörunni. Sölin voru síðan tínd í strigapoka og haldið heim þegar falla tók að á ný. Þá voru [[söl]]in vind- og sólþurrkuð og síðan pressuð. Söl þóttu og þykja enn afbragsfæða enda eru þau rík af járni. | ||
[[Mynd:DSCF9058.jpg|thumb|150px|left|Söl]] | |||
Nú þegar veldi jarðabænda er úr sögunni notar almenningur sér þessi hlunnindi norðan í Höfðanum til ánægju og heilsubótar. | Nú þegar veldi jarðabænda er úr sögunni notar almenningur sér þessi hlunnindi norðan í Höfðanum til ánægju og heilsubótar. |
Útgáfa síðunnar 3. desember 2005 kl. 01:26
Söl voru mikið nýtt til manneldis í Eyjum áður fyrri eins og raunar víða annars staðar á landinu. Best þykja þau söl sem ferskt rennandi vatn hefur náð að leika um, enda eru þau ekki jafn sölt og hin sem eingöngu sjór rennur um.
Í Vestmannaeyjum er einn sá staður, þar sem svo háttar til. Nefnist hann Sölvaflá og er norðan í Stórhöfða. Vatn drýpur úr slútandi berginu ofan við flána og „útvatnast“ því sölin á flánni.
Áður fyrri, þegar bújarðir í Vestmannaeyjum skiptu milli sín þeim hlunnindum sem var að hafa, fóru Ofanbyggjarar ævinlega á Sölvaflá í ágústmánuði ár hvert, en Ofanbyggjarar nefnast þeir sem búa „Fyrir ofan hraun“.
Fara varð á báti til að komast á flána og auðvitað farið á fjörunni. Sölin voru síðan tínd í strigapoka og haldið heim þegar falla tók að á ný. Þá voru sölin vind- og sólþurrkuð og síðan pressuð. Söl þóttu og þykja enn afbragsfæða enda eru þau rík af járni.
Nú þegar veldi jarðabænda er úr sögunni notar almenningur sér þessi hlunnindi norðan í Höfðanum til ánægju og heilsubótar.