„Ritverk Árna Árnasonar/Hvalreki“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> <center> Úr fórum Árna Árnasonar</center> <big><big><center> Hvalreki </center></big></big> Á þeim árum, sem Aagaard var s...)
 
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Hvalreki“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 8. október 2013 kl. 17:14




Úr fórum Árna Árnasonar


Hvalreki


Á þeim árum, sem Aagaard var sýslumaður í Vestmannaeyjum, var oft þröng í búi og lítil ráð til bjargar hjá mörgum Eyjaskeggjum. Voru þá tíð fiskileysisár, og kvað jafnvel svo ramt að, að vertíðarhlutur var ekki hærri en 60 fiskar. Tún voru þá lítil, illa ræktuð og þýfð, svo að þau voru illsláandi. Flestir bændur hér höfðu þá hálfa kú móti sambýlismanni og nokkrar sauðkindur. Það var allur bústofninn.
Það þótti því mikið happ, ef hvalreki varð eða ef róinn var hvalur í land, jafnvel þó að hann væri farinn að losna í sundur af ýldu.
Í tíð Aagaards var einu sinni róinn sextugur hvalur í land, en mjög var hann skemmdur af ýldu. Gerðu menn sér gott af hvalnum og fengu flestir minna en vildu.
Aagaard mun hafa þótt hvalurinn ógeðsleg fæða, enda vanur betra. Hann var leirbullari mikill, og kom andinn oft yfir hann, ef einhver atburður gerðist í fámenninu. Um hvalrekann orti hann þessar vísur:

1. Nú er gaman, nú er gaman
Vestmannaeyjum í.
Dónar sitja saman,
rífa tönnum haminn
af þeim úldna, af þeim úldna,
af þeim úldna hval.
2. Gvendur greifi, Gvendur greifi,
gleymdi ærunni.
Sólginn mjög í spikið,
gengur yfir strikið.
Frammistaða, frammistaða,
hans er svínarí.
3. Veslings Fúsi, veslings Fúsi,
valdi tuskurnar,
baki vann hann brotnu
býr í húsi rotnu.
Rekahappi, rekahappi,
feginn Fúsi varð.

Óli í Nýborg var þá upp á sitt besta. Hann var höfuðskáld Vestmannaeyinga um sína tíð. Tók hann illa upp þessum og öðrum kveðskap Aagaards og sendi honum nú kveðju sína og Eyjaskeggja með þessari vísu:

Litla Tanna, litla Tanna
langar mjög í spik.
Gefið þið greindum halnum
göndulinn af hvalnum.
Sýslumanni, sýslumanni
svoddan hæfir prik ...

Vísa þessi er ekki eftir Ól. Magnússon, heldur mun hún kveðin af Guðrúnu Pálsdóttur, dóttur Páls Jónssonar skálda.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit