„Ritverk Árna Árnasonar/Gísli Eyjólfsson (eldri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''''<big>Úr fórum Árna Árnasonar símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br> Gísli var rúmlega meðalmaður á hæð, dökkhærður, vel...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Gísli Eyjólfsson (eldri)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. ágúst 2013 kl. 15:03
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Gísli var rúmlega meðalmaður á hæð, dökkhærður, vel þrekinn, snar og sterkur, eins og þeir bræður allir, einbeittur svipur og mannlegt andlit, máske lítið eitt hörkulegt, en línuhreint.
Fremur var Gísli daufgerður í lund gegnt almenningi, en gat verið í sínum félagsskap kátur vel og skemmtilegur viðræðu. Hann var um of hlédrægur og ómannblendinn og virkaði því daufur í daglegri framkomu. Hann var sérlega sögufróður maður.
Gísli var afbragðs fjallamaður og meðalgóður fuglaveiðimaður, kappsfullur og viljafastur, enda var hlutur hans af veiðum eftir því. Gísli var mest í Elliðaey til lunda, en fór þó um flestar úteyjar og síðast um Heimalandið til eggja og annarra fuglaveiða. Harðduglegur maður, sem fátt eitt lét sér fyrir brjósti brenna í bjargferðum.
Gísli var bóndi, dugandi formaður, fengsæll og glöggur maður á mörgum sviðum.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Gísli Eyjólfsson (eldri)
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.