„Ritverk Árna Árnasonar/Akóges“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: :::::::::Úr fórum Árna Árnasonar :::::::::::<big>Akóges</big> ::::::::: '' Það er kátlegt að biðja um kvæði ::::::::: '' hjá karli, sem ekkert veit. ::::::::: '...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Akóges“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2013 kl. 22:32
- Úr fórum Árna Árnasonar
- Akóges
- Það er kátlegt að biðja um kvæði
- hjá karli, sem ekkert veit.
- þið búið við betra næði,
- þið bjástrið það ég nú veit.
- því skeytin þau drifu að í dyngjum,
- og daglangt er skrölt og ys,
- en hvar sem með höndum hef ég
- í hug mér er Akóges.
- Það er margt hérna úti í Eyjum,
- sem ánægju veitir mér,
- að vera hjá mönnum og meyjum
- og mæta svo þar og hér.
- Margt þarum vil ég muna,
- því meðvindur oftast er
- sumt má þó grafast og gleymast,
- en gleðin í Akóges er:
- Man ég þá mættust þeir ungir
- í miðbænum vetrarkvöld.
- Þá voru ei hugir þungir,
- þó þung væru bæjargjöld
- Í bíó-kjallarann bröltu,
- þó blómstraði frostrós til hlés.
- Stórhuga strákar og glaðir
- þá stofnuðu Akóges.
- Akóges áfram vel dafni,
- Akóges heill fylgi þér,
- Akóges áliti safni,
- Akóges blómstraðu hér.
- Akóges æ skal ég muna,
- Akóges blessist þitt starf,
- Akóges andanum lyfti,
- Akóges á þann sem hvarf.
- Og félagið brölti á fætur
- með fínasta kurt og pí,
- og félagið hefir fest rætur
- til félagsins artin varð hlý.
- Þó oft reyndist erfitt í starfi
- við allskonar hversdags vés,
- ótrauðir áfram héldu
- og alltaf hófst Akóges.
- þó oft væri örðugur hjalli
- til átaka höndin var fús.
- Við klifruðum stall af stalli,
- nú stendur hér Akógeshús
- Og félagið fóstraði marga,
- sem fóru ekki embætta á mis.
- Nú standa hér margir og sterkir,
- sem stækkuðu í Akóges.
- Til manndóms og menningar lyfti
- mörg okkar samverustund,
- og pólitísk skoðun ei skipti
- eða skammir á einstaka fund.
- Áfram og upp vildum halda,
- þó oft væri straumur við nes.
- Í dag eru djarfir og glaðir
- drengir í Akóges.
- Í Akóges var fundur frjáls
- Í Akóges var fundur frjáls,
- er fjallaði um guð og trúna.
- Frum- það -flutti ræðu máls
- Fúsi vel undir búna.
- Víða koma hann líka við,
- vantaði ekki andann
- ræddi um Húss og heiðinn sið,
- helgan Lúther, guð og fjandann.
- Vænt er leysa úr vandanum
- Vigfús hvort sé talinn
- með forlagatrú eða fjandanum,
- föður Krists eða monseur Stalin.
- Birt í Þráni okt. 1946.