„Ágúst Matthíasson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 21:27

Ágúst Vilhjálmur Matthíasson frá Litlu-Hólum fæddist 30. júlí 1914 og lést 21. janúar 1988.
Foreldrar hans voru Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. febrúarl 1882, d. 9. júní 1969 og kona hans Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1880, d. 17. júní 1949.

Ágúst lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1934.
Hann var forstjóri Vöruhússins um skeið og einn eigenda Fiskiðjunnar h.f.
Ágúst tók þátt í félagsmálum atvinnurekenda í Eyjum, var formaður í Félagi kaupsýslumanna í nokkur ár, formaður Félags atvinnurekenda og sat í stjórn Lifrarsamlagsins.
Til Reykjavíkur fluttist Ágúst 1969 og stundaði þar verslunarstörf.

Kona Ágústs, (26. júní 1937), Sigurbjörg Margrét Benediktsdóttir húsfreyja, fædd 2. apríl 1916, dáin 13. október 2004.
Börn þeirra:
1. Sigríður Rósa, fædd 5. október 1937, dáin 13. september 1997.
2. Guðrún Helga, fædd 12. september 1940.
3. Kristbjörg, fædd 13. september 1945.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara: Bjargveiðimannatal.
Ágúst er frekar hár vexti og ljós yfirlitum og samsvarar sér í vexti. Hann er kátur og skemmtilegur og ágætis félagi. Hann hefur lítið verið til veiða og er því ekki framarlega í þeirri íþrótt. Lífsstarf hans er kaupmennska, og síðar einn af þrem eigendum Fiskiðjunnar H/f, en hefir haft lundaveiði sem upplyftingarstarf í sumarfríi sínu.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Æviskrár samtíðarmanna - fyrsta bindi. Torfi Jónsson. Skuggsjá 1982.