„Guðrún Erlendsdóttir (Ólafshúsum)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Erlendsdóttir í Ólafshúsum''' fæddist á Skíðabakka í A-Landeyjum 19. apríl 1879 og lést 12. júní 1965, dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund.<br> For.: Erlendur...) |
m (Viglundur færði Guðrún Erlendsdóttir í Ólafshúsum á Guðrún Erlendsdóttir (Ólafshúsum)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 17. júlí 2013 kl. 21:50
Guðrún Erlendsdóttir í Ólafshúsum fæddist á Skíðabakka í A-Landeyjum 19. apríl 1879 og lést 12. júní 1965, dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund.
For.: Erlendur Erlendsson bóndi á Skíðabakka (Austurbænum), A-Landeyjum, f. 7. september 1833, d. 19. nóvember 1904, og k.h. Oddný Árnadóttir húsfreyja, f. 10. október 1839, d. 31. mars 1905.
Guðrún var systir Jórunnar í Ólafshúsum og Oddnýjar í Dvergasteini.
Hún var um skeið vinnukona í Ólafshúsum, fluttist suður með sjó og bjó þar lengst af.
Að síðustu dvaldi hún á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Hún giftist ekki og átti ekki börn.