„Ásdís Jónsdóttir (Stakkagerði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ásdís Jónsdóttir''' húsfreyja í Sjólyst og Stakkagerði fæddist 28. janúar 1815 í Núpshjáleigu í Berufirði og lést í Eyjum 21. nóvember 1892.<br> Faðir henn...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Ásdís Jónsdóttir''' húsfreyja í [[Sjólyst]] og [[Stakkagerði]] fæddist 28. janúar 1815 í Núpshjáleigu í Berufirði og lést í Eyjum 21. nóvember 1892.<br> | '''Ásdís Jónsdóttir''' húsfreyja í [[Sjólyst]] og [[Stakkagerði]] fæddist 28. janúar 1815 í Núpshjáleigu í Berufirði og lést í Eyjum 21. nóvember 1892.<br> | ||
[[Mynd: 1965 b 188.jpg|left|thumb|''Ásdís Jónsdóttir húsfreyja í Stakkagerði.'']] | |||
Faðir hennar var Jón bóndi í Gautavík og Núpshjáleigu í Berufirði, S-Múl., f. 1789, d. 20. desember 1838, Jónsson, sem kallaður var „matrós“, bónda í Gautavík, Jónssonar og konu Jóns „matrós“ (1788) Ásdísar húsfreyju, f. um 1760, d. 26. júní 1792, Hermannsdóttur bónda í Fagradal í Breiðdal, f. um 1721, Einarssonar. <br> | Faðir hennar var Jón bóndi í Gautavík og Núpshjáleigu í Berufirði, S-Múl., f. 1789, d. 20. desember 1838, Jónsson, sem kallaður var „matrós“, bónda í Gautavík, Jónssonar og konu Jóns „matrós“ (1788) Ásdísar húsfreyju, f. um 1760, d. 26. júní 1792, Hermannsdóttur bónda í Fagradal í Breiðdal, f. um 1721, Einarssonar. <br> | ||
Jón „matrós“ var seinni maður Ásdísar Hermannsdóttur. Þau Jón og Ásdís fórust í skriðuhlaupi 26. júní 1792, er þau ráku sauðfé. <br> | Jón „matrós“ var seinni maður Ásdísar Hermannsdóttur. Þau Jón og Ásdís fórust í skriðuhlaupi 26. júní 1792, er þau ráku sauðfé. <br> | ||
Lína 9: | Lína 9: | ||
Í Ættum Austfirðinga er Ásdísi svo lýst, að hún hafi verið „smá vexti, fjörmikil, dugleg og myndarleg, góð í sér og hjálpsöm, læknir og yfirsetukona í viðlögum.“<br> | Í Ættum Austfirðinga er Ásdísi svo lýst, að hún hafi verið „smá vexti, fjörmikil, dugleg og myndarleg, góð í sér og hjálpsöm, læknir og yfirsetukona í viðlögum.“<br> | ||
Hún fluttist til Eyja 1834.<br> | Hún fluttist til Eyja 1834.<br> | ||
Ásdís var tvígift:<br> | Ásdís var tvígift:<br> |
Útgáfa síðunnar 24. febrúar 2013 kl. 11:15
Ásdís Jónsdóttir húsfreyja í Sjólyst og Stakkagerði fæddist 28. janúar 1815 í Núpshjáleigu í Berufirði og lést í Eyjum 21. nóvember 1892.
Faðir hennar var Jón bóndi í Gautavík og Núpshjáleigu í Berufirði, S-Múl., f. 1789, d. 20. desember 1838, Jónsson, sem kallaður var „matrós“, bónda í Gautavík, Jónssonar og konu Jóns „matrós“ (1788) Ásdísar húsfreyju, f. um 1760, d. 26. júní 1792, Hermannsdóttur bónda í Fagradal í Breiðdal, f. um 1721, Einarssonar.
Jón „matrós“ var seinni maður Ásdísar Hermannsdóttur. Þau Jón og Ásdís fórust í skriðuhlaupi 26. júní 1792, er þau ráku sauðfé.
Móðir Ásdísar og kona Hermanns var Guðný húsfreyja, f. 1760, drukknaði í Breiðdalsá í kirkjuferð 1767, Gissurardóttir.
Móðir Ásdísar í Stakkagerði og kona Jóns „fyrri“ í Gautavík var Þórdís húsfreyja, f. 8. desember 1792, d. 7. desember 1862, Einarsdóttir frá Teigarhorni í Berufirði, bónda í Krossgerði þar, f. um 1764, d. 1800, Þorbjörnssonar og konu Einars, Lísibetar húsfreyju, f. um 1771, d. 2. júní 1847, Bessadóttur bónda og hreppstjóra í Krossgerði, f. um 1726, Sighvatssonar og þriðju konu Bessa, Katrínar húsfreyju, f. 11. apríl 1727, d. 23. júní 1805, Jónsdóttur frá Skoruvík á Langanesi, Ívarssonar á Eldjárnsstöðum þar Jónssonar, en kona Ívars er skráð Elísabet Jónsdóttir á mt. 1703, en mun hafa heitið Lísibet eða verið kölluð svo, samkv. Æ.Austf. #11371.
Í Ættum Austfirðinga er Ásdísi svo lýst, að hún hafi verið „smá vexti, fjörmikil, dugleg og myndarleg, góð í sér og hjálpsöm, læknir og yfirsetukona í viðlögum.“
Hún fluttist til Eyja 1834.
Ásdís var tvígift:
I. Fyrri maður hennar (1834) var Anders Asmundsen, norskur maður, f. 1808, drukknaði 1851. Hann er skipstjóri á þilskipi Garðsverslunar 1835, býr þá í Garðinum (Gaarden Kornhol) með konu sinni Ásdísi, 20 ára. 1840 eru þau búsett í Sjólyst með dóttur sinnni Dortíu Maríu Ásdísi 2 ára, 1845 eru þau þar með tveim börnum sínum, Maríu (Marie) 7 ára og Tomínu (Thomine) 2 ára. Á manntali 1850 eru þau í Stakkagerði með börnin Dorthíu Maríu, Th. Rebekku, (þ.e. Thomine Rebekka), Sophiu Elisabet 4 ára.
Við Anders er kennt Andersarvik, (einnig kallað Annesarvik og Anisarvik). Þar bjargaði hann barni frá drukknun og var vikið kennt við hann síðan.
Börn Ásdísar og Anders:
1. María, f. um 1837, giftist Gísla Bjarnasen verslunarstjóra, bjó í Kaupmannahöfn.
2. Tómína, f. 21. ágúst 1844, bjó í Chicago.
3. Soffía Elísabet, f. 8. október 1847, d. 10. júní 1936.
II. Síðari maður Ásdísar (1858) var Árni, síðar bóndi í Stakkagerði, f. 18. júlí 1830 í Hólmi í A-Landeyjum, hrapaði til bana í Stórhöfða 28. júní 1903, Diðriksson bónda í Hólmi Jónssonar og konu hans Sigríðar húsfreyju Árnadóttur.
Árni er 26 ára ókvæntur vinnumaður hjá ekkjunni Ásdísi 41 árs í Stakkagerði 1855, og þar eru dætur hennar þrjár. Á mt. 1860 eru þau Ásdís gift. Soffía er 13 ára barn hjá þeim. 1870 er Jóhanna dóttir þeirra 8 ára hjá þeim, en dætur Ásdísar ekki. Á manntali 1890 eru þau Árni enn búendur, en fjölskylda Jóhönnu dóttur þeirra og Gísla Lárussonar í heimilinu. Móðir Árna, Sigríður er hjá þeim, 92 ára. 1901 er Árni þar ekkill með fjölskyldu Jóhönnu og Gísla.
Börn þeirra Ásdísar og Árna:
1. Jóhanna Sigríður, f. 11. nóvember 1861, d. 10. júní 1832.
Sjá Blik 1965/Ásdís Jónsdóttir, húsfreyja í Stakkagerði.
Heimildir
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
- Örnefni í Vestmannaeyjum. Þorkell Jóhannesson. Hið íslenzka þjóðvinafélag 1938.
- Örnefnaskrá Gísla Lárussonar.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.